Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 126
195S
— 124 —
59. Morbus Basedowii.
Súðavíkur. Hyperthyreosis: 2 sjúk-
lingar.
Djúpavogs. Kona, sem rætt er um
i síðustu ársskýrslu, hætti að þola
thyreoidea og gafst upp á þvi. Send
til efnaskiptarannsóknar, og reyndust
efnaskipti eðlileg. Er nú alveg hætt
við lyfið. 24 ára kona hafði adenoma
glandulae thyreoideae. Tekið í april
1955. Hún reyndist svo hafa hypo-
thyreoidismus og notar nú thyreoidea
i smáum skömmtum.
60. Morbus Calve-Perthes.
Búðardals. 1 tilfelli.
Sauðárkróks. 3 ára drengur, og er
það þriðja tilfellið á fáum árum.
61. Morbus cordis.
Kleppjárnsreykja. Angina pectoris 1.
Morbus cordis 30. Cardiospasmus 1.
Reykhóla. 4 sjúklingar. 2 háaldrað-
ar konur með þenna sjúkdóm dóu á
árinu.
Búðardals. 8 tilfelli. 2 sjúklingar
dóu.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Súðavíkur. Angina pectoris 4. In-
farctus myocardii 1, kona á tíræðis-
aldri. Dó á 3. degi. Morbus cordis
incompensatus 3, gamlar konur. Ein
þeirra hefur mikinn ascites og stasis
pulmonum.
Hvammstanga. Nokkuð algengur
sjúkdómur í gömlu (rosknu) fólki.
Virðist aðallega vera vegna kölkunar
og gamallar gigtsóttar.
Blönduós. Infarctio myocardii fékk
rúmlega fertugur maður hér fyrir 2—3
árum og eftir það angina pectoris við
alla áreynslu. Hann dó i einu slíku
kasti.
Hofsós. Gömul kona fékk væga
kransæðastiflu, en náði sér.
Grenivíkur. 4 tilfelli, aldraðar
manneskjur.
VopnafJ. Tachycardia 3. Angina
pectoris 2.
Seyðisfj. 50 ára kona dó á árinu úr
hjartasjúkdómi (stenosis mitraiis).
Hafði verið veik í mörg ár og verið
til lækninga, m. a. i Sviþjóð, en allt
kom fyrir ekki. Önnur kona, um fer-
tugt, gengur með morbus cordis mit-
ralis rheumatica og er hálfgerður ör-
yrki. Hálfáttræður karl í sjúkrahúsinu
hefur coronarsclerosis, fær iðulega
angina pectoris og hefur oft ekki ver-
ið hugað iíf.
Djúpavogs. Sömu sjúklingar og áður
með insufficientia. Svipaðir til heilsu
og áður. 2 konur fengu angina pec-
toris köst, sem létu strax undan nitro-
glyceríni. Hvorug með einkenni
hjartabilunar.
Víkur. 65 ára bóndi lézt af morbus
cordis eftir langvarandi emphysem og
heysýki.
62. Myxoedema.
Búða. Kona um sextugt eftir endur-
tekinn uppskurð vegna morbus Base-
dowii. Notar skjaldkirtilstöflur að
staðaldri.
63. Nephritis.
Flateyrar. Nephritis acuta 1. Bati.
Nes. Drengur sá, er getið var í sið-
ustu ársskýrslu, fékk greinileg ein-
kenni áframhaldandi nephritis og var
sendur á Landsspítalann.
64. Nephrolithiasis.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
65. Neurosis.
Kleppjárnsreykja. Asthenia 73, neu-
rosis 5.
Ólafsvíkur. Neurosis 31, psycho-
neurosis 4.
Búðardals. Neurosis cordis 4 tilfelli.
Psychoneurosis 6 tilfelli.
Þingeyrar. Neurasthenia 1.
Hofsós. Alls leituðu mín á árinu 27
sjúklingar haldnir taugasleni og sál-
rænni taugabilun (neurosis et psycho-
neurosis). Skiptust þannig eftir aldri:
Innan við 10 ára 1, 10—20 ára 1, 20
—50 ára 12, yfir 50 ára 13. Konur 18,
karlar 9. Úr Hofsósi 9, úr sveitunum
18. 3 af sjúklingunum fengu einkenni
sín eftir magaskurð (resectio ventri-
culi), i 2 konum byrjuðu einkennin í
sambandi við þungun. Hjá einni konu
virtist um ellisjúkdóm að ræða. Oft
virtust mér þjóðfélagslegar ástæður
liggja til grundvallar þessum sjúk-