Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 100
1955
— 98 —
lingunum var komið fyrir i Lands-
spítalanum og í Farsóttahúsinu, en
brátt var tekin i notkun i þessu skyni
ný sjúkradeild, sem einmitt var full-
gerð um þessar mundir, Bæjarspítal-
inn í Heilsuverndarstöðinni. Eftir það
voru fluttir þangað allir þeir sjúkling-
ar, er á sjúkrahúsvist þurftu að halda
vegna mænusóttar, en aðrir sjúklingar
ekki lagðir þar inn fyrstu mánuðina.
Mjög fljótt þótti sýnt, að faraldurinn
gæti orðið alvarlegur. Strax í byrjun
hans var þvi farið þess á leit við
Félag fatlaðra og lamaðra í Reykja-
vík,1) að það hefði milligöngu um, að
æft hjúkrunarlið frá Danmörku yrði
fengið hingað til aðstoðar, sérstaklega
varðandi meðferð á sjúklingum með
öndunarlömun og enn fremur til að-
stoðar við eftirmeðferð á lömuðu
fólki. Danir urðu, sem vænta mátti,
fljótt og vel við þessum tilmælum og
sendu hingað lækna, hjúkrunarkonur
og nuddkonur, ásamt fullkomnum
tækjum. Þetta hjúkrunarlið allt hafði
mikla reynslu í meðferð mænusóttar-
sjúklinga og veitti ómetanlega aðstoð.
Faraldurinn stóð yfir í 14 vikur, náði
hámarki í 4. viku, en þá veiktust 48,
og 15 af þeim með lömun. Á sjúkra-
hús voru lagðir 47 sjúklingar; 7 þeirra
höfðu öndunarlömun, og var gerð
tracheotomi á 4. 2 dóu, 9 ára drengur
og 43 ára karlmaður. Við áramót voru
eftir á sjúkrahúsum 25 sjúklingar.
Hafnarfj. Gerði fyrst vart við sig í
október, svo að víst væri. Ný tilfelli
fundust ekki eftir 1. desember, og stóð
faraldurinn í 2 mánuði. Skráðir voru
aðeins þeir, sem höfðu ótvíræð ein-
kenni mænusóttar, hita, stífleika i
hálsi og hrygg. Mænustunga var ekki
gerð á neinum sjúklingi, sem dvaldist
í heimahúsum. Nokkrir með verulegar
lamanir, þ. á m. ein öndunarlömun,
sem lagaðist eftir nokkurn tíma á
sjúkrahúsi í Rvik. Enginn dó. Abortiv
tilfelli voru mjög mörg, og lýstu þau
sér með sleni, þrautum í hnakka, hálsi
og baki, stundum i útlimum. Hiti oft-
ast lítill eða enginn. Mest áberandi að
þessu fólki virtist mér slen og þreyta,
1) Eftir að boð um slíka aðstoð hafði borizt
frá Danmörku.
og voru margir þessara sjúklinga lengi
að ná sér.
Álafoss. Af farsóttum bar mest á
mænusótt. Hún mun fyrst hafa verið
skráð i þessu héraði. Kom upp i Kjós-
inni. Nokkru seinna veikist stúlka af
Kjalarnesi hér i Reykjavik með greini-
lega mænusótt að minu viti. Ég fékk
hana lagða inn á farsóttahúsið hér í
bæ. Lá hún þar lengi, en diagnosis
fékk ekki staðfestingu. Löngu seinna
sá ég sjúklinginn. Var hún þá með
paresur og átti erfitt með ýmsar
hreyfingar. Um faraldur þenna er það
helzt að segja, að hann var vægur, en
mjög útbreiddur, og veiktust sjálfsagt
miklu fleiri en skráðir voru. Elzti
sjúklingurinn, 70 ára, lamaðist á
hægra handlegg, en náði sér furðuvel.
2 sjúklingar, miðaldra bændur, urðu
mjög taugaveiklaðir eftir á, án þess
að lamast, og var annar seinna lagð-
ur á sjúkrahús hér þess vegna. Enn
(í árslok 1956) eru þeir ekki búnir
að ná sér fullkomlega.
Búðardals. Allmikið bar á sótt þess-
ari í nóvember og desember. Ég held,
að iðrakvef það, sem gekk allmikið
þessa mánuði báða, en einkum bar þó
á, áður en mænuveikin, með greini-
legum einkennum, kom í ljós, hafi
verið mænusótt. Get ég þó af skiljan-
legum ástæðum ekkert um það fullyrt.
Mænusóttin hagaði sér mjög misjafn-
lega í fólki. Fengu sumir háan hita
og greinileg meningeal einkenni, stirð-
leika í hnakka, verk i bak o. s. frv.,
aðrir, og var það frekar eldra fólk,
fengu engan hita, en greinileg menin-
geal einkenni. í sumum stóð hitinn í
nokkra daga, aðrir höfðu hita, og það
litinn, í dægur eða svo. Lamanir eng-
ar, nema 1 kona, er varð máttlaus i
fæti, en náði sér mjög fljótt. Margir
þessara sjúklinga kvarta um eftirköst,
einkum verki í baki og höfði, og hafa
sumir þeirra þau einkenni enn.
Reykhóla. Mænusóttarfaraldur sá, er
hóf göngu sína í Reykjavík, kom hér
um miðjan nóvember. Breiddist hann
allört út og stakk sér niður á flestum
bæjum í héraðinu. Flest öll tilfelli
skráð, einnig þeir sjúklingar, er lítið
voru veikir. Paralysis fengu 3 sjúk-
lingar. Paresis gætti í mörgum sjúk-