Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 219
— 217
1955
Eins og að framan sést, hefur S. þess er hann talsvert lýttur i andliti.
hlotið mikinn áverka á framheilann Telja má tímabært að meta varan-
vinstra megin, og er minnissljóvgunin lega örorku hans af völdum nefnds
og slappleikinn afleiðing þess. Auk slyss, og telst hún hæfilega metin svo
—---------------------------------------- sem hér segir:
Frá slysdegi (11. ágúst ’48)—31. maí ’49 ................. 100%
— 1. júni ’49—31. mai ’50 .......................... 80%
— 1. júní ’50—31. mai ’51 .......................... 75%
— 1. júní ’51—31. maí ’52 .......................... 65%
— 1. júni ’52—31. mai ’53 .......................... 55%
— 1. júni ’53—31. maí ’54 .......................... 45%
— 1. júni ’54—16. ágúst ’55 ........................... 35%
Úr því varanleg örorka ................................... 30%.“
Málið er lagt fgrir læknaráð
á þá leið,
að spurt er, hvort læknaráð fallist á
mat ... læknis ... á örorku stefn-
anda, en mat þetta var framkvæmt
16. ágúst [dags. 25. ágúst] 1955 og er
að finna á dskj. nr. 28 i málinu. Fall-
ist læknaráð ekki á örorkumat þetta,
hver telst þá örorka stefnanda af völd-
um slyss þess, er hann varð fyrir hinn
11. ágúst 1948 og um ræðir í málinu?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat . ..
læknis ... frá 25. ágúst 1955.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 28. marz 1957,
staðfest af forseta og ritara 5. apríl
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
vikur, uppkveðnum 2. nóvember 1957, voru
stefndu, H. J-son og A. T-son, dæmdir annar
fyrir báða og báðir fyrir annan til að greiða
stefnanda, S. M-syni, kr. 220102.20 auk 6%
ársvaxta af kr. 174000.00 frá 11. ágúst 1948
til 16. ágúst 1955 og af kr. 220102.20 frá þeim
degi til greiðsludags og kr. 14000.00 í máls-
kostnað.
Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 13.
nóvember 1953, var fébótaábyrgð á % hlutum
tjónsins lögð á stefndu in solidum, en þá var
málið aðeins flutt um fébótaábyrgð á slysinu.
4/1957.
Borgardómari í Reykjavik hefur
með bréfi, dags. 22. mai 1957, sam-
kvæmt úrskurði, kveðnum upp i sjó-
og verzlunardómi Reykjavíkur 17. s.
m., leitað umsagnar læknaráðs i sjó-
og verzlunardómsmálinu nr. 86/1955:
S. S-son gegn bæjarsjóði Keflavikur
vegna Togaraútgerðar Keflavikur og
framhaldssök.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 21. apríl 1955, kl. 11.55, varð
S. S-son, ..., Reykjavík, f. 5. ágúst
1921, fyrir slysi um borð í b/v Kefl-
víkingi, eign stefnds, með þeim hætti,
að togvír slóst i vinstra handlegg hans
með þeim afleiðingum, að hann hlaut
opið brot á báðum framhandleggs-
beinum. Var þegar gert að sárum slas-
aða til bráðabirgða og siglt til Grinda-
víkur. Þar kom læknir út í skipið og
flutti sjúklinginn i land, en síðan var
hann sendur i sjúkrahús Keflavikur-
læknishéraðs, þar sem gert var að
meiðslum hans, og segir svo um með-
ferð hans þar í læknisvottorði ...,
sjúkrahúslæknis, dags. 7. maí 1957:
„S. S-son, ..., var lagður inn á
Sjúkrahús Keflavikur þann 21.4. 1955
vegna slyss.
Meiðsli hans voru: Opið framhand-
leggsbrot vinstra megin.
Vinstri framhandleggur og efri hluti
upphandleggs voru mjög mikið bólgn-
ir og aumir. Allur var handleggurinn
mikið marinn.
Við skoðun fannst, að bæði fram-
handleggsbeinin voru brotin i miðjum
handlegg, og var ca. 3 cm langur
skurður yfir brotstaðnum. Rö-mynd
sýndi, að bæði framhandleggsbeinin