Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 208
1955
— 206 —
og limum, bæði með fjölskrúðugri lög-
gjöf og ýmiss konar eftirliti eða beinni
starfrækslu, sem er að öðrum þræði
slysavarnir. Má þar nefna almenna
löggæzlu, umferðareftirlit, vegaeftir-
lit, brunavarnir, eftirlit með farar-
tækjum á landi, sjó og í lofti, starf-
rækslu vita, eftirlit með vélum, veð-
urþjónustu, áfengisvarnir, leikvelli og
dagheimili handa börnum o. fl. Og
frjáls samtök áhugamanna hafa með
höndum slysavarnir, ýmist einvörð-
ungu eða sem einn þátt starfsemi
sinnar, og njóta mörg til þess opin-
berra fjárframlaga. Annað mál er svo
það, hvort hið opinbera rækir slysa-
varnir samt sem áður til jafns við
aðra þætti nútímaheilbrigðisþjónustu,
en til þeirrar þjónustu mega slysa-
varnir teljast. Það er að minnsta kosti
nokkurn veginn víst, að sjúkdómur,
sem ylli jafnmiklum manndauða,
þjáningum, örkumlum og vinnutapi á
bezta skeiði ævinnar, hefði dregið að
sér athygli forráðamanna þjóðfélags-
ins, heilbrigðisstarfsliðs og alls al-
mennings í miklu ríkari mæli en raun
er á um slys, og einskis hefði verið
látið ófreistað til að vinna bug á hon-
um. Heilbrigðisstjórnir munu yfirleitt
ekki hafa haft mikil bein afskipti af
slysavörnum, þó að vera megi, að á
því sé að verða breyting, og í mörg-
um löndum er ekki til neitt samræmt
og skipulegt slysavarnakerfi. Það get-
ur þvi að nolckru leyti verið tilviljun,
hvaða þættir slysavarna eru ræktir og
hvernig þeir eru ræktir. Eins og kunn-
ugt er, hefur Slysavarnarfélag íslands
aS mestu leyti með höndum beinar
slysavarnir hér á landi, og framlag
rikissjóðs til starfsemi þess, nú 200
þúsund krónur á ári, getur varla talizt
ríflegt, þegar þess er gætt, hve mikil-
vægu og umfangsmiklu hlutverki fé-
lagið gegnir. Um viðbrögð almennings
við síyfirvofandi slysahættu verður
ekki farið mörgum orðum, en þau eru
augljóslega allt önnur en við hættu af
smitsjúkdómum, sem fylla menn ugg
og ótta, þegar þeir koma upp. Kemur
hér vísast margt til, meðal annars það,
að fæstir munu gera sér raunverulega
grein fyrir því, hve stórhögg slys eru
á starfsorku og mannslif í samanburði
við sjúkdóma, er hrjá menn framan
af ævi, og auk þess eru slys ekki smit-
andi.
En væri þá líklegt, að það hefði
veruleg áhrif á gang slysa, þótt slysa-
varnir í víðasta skilningi þess orðs
væru efldar að ráði, frá þvi sem nú
er? Það kemur vitanlega ekki til mála,
að unnt sé að afstýra öllum slysum,
bægja frá öllum orsökum þeirra á lík-
an hátt og takast má að uppræta smit-
sjúkdóm með bólusetningu. Og sizt er
ástæða til órökstuddrar bjartsýni, þar
sem um er að ræða fyrirbæri, sem
getur átt svo flóknar, sundurleitar og
oft ófyrirsjáanlegar orsakir og rekja
má að meira eða minna leyti til mann-
legs ófullkomleika. En samt eru þetta
ekki rök fyrir því, að gera ekki það,
sem unnt er, til að fækka slysum.
Árangur af slysavörnum er ótvíræður,
þó að hann sé augljósastur, þegar beitt
er tækjum við björgun manna úr lifs-
háska, enda munu slysavarnir aðallega
tákna slíka starfsemi í hugum almenn-
ings. En margvíslegar aðrar ráðstaf-
anir hafa einnig haft sín áhrif, og
hafa sumar verið nefndar hér á und-
an, en á aðrar verður minnzt síðar.
Mörg dæmi mætti nefna um tilteknar
tegundir slysa, sem hefur fækkað að
mun eða horfið að kalla, þegar hafizt
var ötullega handa um að vinna gegn
þeim. Eitrunarslys af lút hurfu að
heita má í Bandaríkjunum, þegar sett
höfðu verið lög um meðferð ætivökva.
Það þótti áberandi í Noregi, hve til-
tölulega mörg börn drukknuðu i illa
byrgðum brunnum. Þetta varð til þess,
að iátin var fara fram rannsókn á á-
standi brunna í landinu, athygli al"
mennings var vakin á þessari hættu
og reglur settar um frágang brunna.
Þó að hér sé um nýlega ráðstöfun að
ræða, hefur þegar komið i ljós greini-
legur árangur. Hér á landi hefur
drukknunarslysum farið mjög fækk-
andi, þó að þau væru að vísu mjög
mörg á styrjaldarárunum. Hér kemur
margt til, svo sem betri skip, full-
komnari björgunartæki og sundkunn-
átta, sem nú er lögboðin í landinu og
bjargar vafalaust mörgum mannslífum
á hverju ári, þó að af sundiðkunum
hljótist þvi miður einnig dauðaslys.