Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 94
1955
— 92
10. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 10.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 9314 4344 10920 2342 11044
Dánir 24 10 18 4 12
Greinilegur inflúenzufaraldur hófst
í Reykjavik í febrúar og mjög jafn-
snemma í næstu héruðum suður og
vestur, en litlu síðar á Akureyri og
upp úr þvi í öðrum héruSum, þar sem
hún á annaS borð náði skráningu.
Óskráð er inflúenza í 11 héruðum
(Borgarnes, Búðardals, Flateyjar,
Bíldudals, Árnes, Siglufj., Ólafsfj.,
Vopnafj., Bakkagerðis, Nes og Djúpa-
vogs), en ekki þarf það að tákna, að
öll þau héruð hafi með öllu sloppiS
við hana, þó að svo kunni að hafa
verið um hin afskekktustu þeirra. Há-
marki náði faraldurinn í marz, en var
ekki um garð genginn fyrr en upp úr
miðju ári. Ekki er vitað, hver veiru-
stofn var hér á ferð. Annarrar inflú-
enzubylgju gætir i sumum héruðum
síðar á árinu, enda þótt þau hin sömu
héruð færu ekki varhluta af landsfar-
aldrinum, og má draga í efa, að þar
hafi verið um raunverulega inflúenzu
að ræða. Inflúenza ársins taldist yfir-
leitt væg og fylgikvillar hvorki tíðir
né skæðir. Jafnan þegar verulega
kveður að inflúenzu, eru nokkur
mannslát skráð á reikning hennar og
þá tíðast gamalmenna og ungbarna.
Svo var og í þetta sinn, en ekki var
það með meira móti.
Rvík. Faraldur í febrúar og marz.
2 eru taldir dánir úr inflúenzu, karl-
maður á sextugsaldri og barn á fyrsta
ári.
Hafnarfj. Vera má, að eitthvað af
kvefsóttinni í janúar hafi verið inflú-
enza.
Kleppjárnsreykja. Barst í héraðið
um miðjan marz og stóð í mánuð. Mjög
væg og fylgikvillar svo til engir.
Þingeyrar. Án fylgikvilla.
Bolungarvikur. Náði aldrei veru-
legri útbreiðslu.
ísafj. í marz og apríl allútbreiddur
faraldur, en ekki þungur. I september-
mánuði barst svo enn inflúenzufar-
aldur inn í héraðið, og var hann all-
þungur á mörgum í októbermánuði.
Hvammstanga. Ekki getið um fylgi-
kvilla.
Blönduós. Fyrst skráð fyrir og um
sumarmál. Var mest hér á Blönduósi
og nágrenni og frekar væg, en um
mánaðamótin maí—júní reis önnur
alda, aðallega i sveitunum, og var hún
miklu verri, með allháum hita og
nokkurri lungnabólgu, enda reyndist
allskæð gömlu fólki og veikluðu. Gekk
fram i júlí.
Höfða. Hefur orðið vart, en aldrei
breiðzt neitt út.
Sauðárkróks. Barst inn í héraðið í
marz og varð þá þegar allútbreidd; er
viðloða næstu 2 mánuði, en var frekar
væg.
Hofsós. Barst hingað seinast í marz-
mánuði frá Reykjavik og gekk yfir þar
til i maibyrjun, mest á Hofsósi og í
Hofshreppi. Allþung í mörgum tilfell-
um, hiti 39—45,5° og mikil almenn
vanlíðan. Hins vegar virtist hún ekki
næm, gekk hægt yfir og meðgöngutími
hennar í mörgum tilfellum lengri en
almennt með inflúenzu, eða 7—9 dag-
ar. Sást þetta greinilega, þar sem hún
tók fleiri en einn á heimili. Flestir,
sem til náðist, fengu sulfacombin eða
pensilín til varnar fylgikvillum. Fylgi-
kvillar: Langvarandi hiti 1, miðeyra-
bólga 1, kveflungnabólga 2, mengis-
erting (meningismus) 1, mikill slapp-
leiki (asthenia) 2. 2 konur, 73 og 79
ára, voru svo máttfarnar eftir veikina,
að þær gátu ekki haft fótaferð vikum
saman.
Akureyrar. Inflúenza barst hingað
frá Reykjavik í lok febrúarmánaðar
og gekk svo hratt yfir i Akureyrarbæ,
að loka varð skólum i nokkra daga
vegna mannfalls þar. Yfirleitt var
veikin fremur væg, en þó bar talsvert
á fremur slæmum hálsbólgutilfellum í
sambandi við þessa inflúenzu. Sjúk-
dómurinn náði hámarki í marzmán-
uði, en var þó ekki lokið fyrr en i
júní. í október og nóvember eru einnig
skráð inflúenzutilfeli, en vafasamt tel
ég þó, að þar hafi verið um annað en
slæman kveffaraldur að ræða.
Grenivíkur. Oft erfitt um að dæma,
hvort um inflúenzu væri að ræða