Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 210
1955
— 208 —
ast, hversu fráleitt er að hleypa óvit-
um eftirlitslausum út á umferðargötur,
en þetta má sjá daglega hér í höfuð-
borginni. Margir aðilar koma til greina,
og beita má margvíslegri fræðslu- og
áróðurstælcni til að ná til almennings.
Hér má nefna dagblöð, útvarp, kvik-
myndir, ýmis tímarit, bæklinga eða
smápésa um einstaka þætti slysavarna
o. fl. Þó að fræðslu og áróðri verði af
eðlilegum ástæðum aðallega beint að
heildinni, þjóðinni allri eða tilteknum
hópum í senn, þarf að ná til einstak-
iinga, eftir því sem við verður komið.
Til dæmis má leiðbeina mæðrum í
sambandi við barnsburð eða eftirlit
með ungbörnum, hvort heldur á heim-
ilum eða í heilsuverndarstöðvum. í
íslenzku umferðarlögunum nýju eru
umferðarreglur gerðar skyldunáms-
grein í barnaskólum, og er það einsæ
ráðstöfun, svo iangt sem hún nær. En
slysavarnir þurfa að vera, innan hóf-
legra takmarka, námsefni í öllum al-
mennum skólum, bæði barnaskólum
og framhaldsskólum, og í sérskólum,
sem búa menn undir tæknistörf og
meðferð véla, i kennaraskólum, lækna-
skóla, hjúkrunarkvennaskóla og síðast
en ekki sizt í húsmæðraskólum, í
hverri tegund skóla vitanlega við hæfi
þeirra, sem þar stunda nám, og með
hliðsjón af störfum þeirra siðar.
Rétt er að vekja athygli á því, að
börn má ekki ofvernda. Þau þurfa að
læra af reynslu, reka sig á og verða
fyrir smámeiðslum. En alvarlegum
hættum þarf að bægja frá þeim af
fremsta megni, en kenna þeim að öðru
leyti að varast hættur, eftir því sem
þeim vex þroski og geta. Er þá aðal-
vandinn að gera til þeirra hæfilegar
kröfur á hverju aldursskeiði, en um
þetta má veita foreldrum ýmsar leið-
beiningar. Þó að á þetta sé minnzt, er
hætta á ofverndun liklega sjaldgæf, en
hitt miklu algengara, að börnum sé
ætlað að hafa vit fyrir sér, áður en
þau hafa til þess þroska, kunnáttu og
leikni.
Slysavarnir geta verið í höndum
hins opinbera, að svo miklu leyti sem
henta þykir, en að öðru leyti í hönd-
um frjálsra samtaka, slysavarnarfé-
laga og annarra félaga og starfshópa,
sem ljá vilja málefninu lið. Vel fer á,
að heilbrigðisyfirvöld hafi umsjón
með starfseminni í heild, samræmi
hana og marki henni farveg, örvi
framtak einstaklinga og félaga og láti
þeim í té læknisfræðilega og aðra sér-
fræðilega aðstoð, taki að sér þætti,
sem verða út undan, skipuleggi og
stjórni rannsóknum og aðstoði
fræðslumálastjórn við val námsefnis i
skólum. Væri nú timabært, að heil-
brigðismálastjórnin hér réði til þess-
ara starfa sérfróðan lækni, og mundi
hann hafa ærið verkefni. Slysavarnar-
félag íslands hefði eftir sem áður for-
ustu um beinar slysavarnir, enda hef-
ur reynsla sýnt, að hún væri ekki
betur komin i höndum annars aðila.
Af félögum, sem lagt geta slysavörn-
um lið, skulu hér aðeins nefnd sam-
tök foreldra, barnaverndarfélög, félög
ökumanna og íþróttafélög, sem hafa
tvöfalda ástæðu til að hafa slysavarnir
á stefnuskrá sinni vegna íþróttaslysa.
Fjölmargir starfshópar geta lagt slysa-
vörnum lið, beint eða óbeint, og án
samvinnu þeirra verða sumir þættir
slysavarna naumast ræktir að neinu
gagni. Má þar til nefna lækna, hjúkr-
unarkonur, kennara og sálfræðinga, er
annast þurfa fræðslu og leiðbeiningar,
hver á sínum vettvangi, en auk þess
alla þá, er hafa með höndum störf eða
framleiðslu, er varðað getur öryggi al-
mennings, svo sem húsameistara og
húsasmiði, húsgagna-, heimilistækja-
og leikfangasmiði, verkfræðinga, vél-
fræðinga o. fl.
Við Islendingar eigum mikið verk-
efni framundan að vekja almennari
áhuga á slysavörnum og halda honum
vakandi. Um það eru tölur um bana-
slys hér á landi óljúgfróður vitnis-
burður.