Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 202
195S
— 200 —
Taíla I. Yfirlit um dauðaslys í öllum aldursflokkum 1951—53
1. 2. 3. 4.
Hundraðstala Hundraðstal*
(%) dauðaslysa Dauðaslys Bifreiðarslys bifreiðarslysa
af heildar- á 100 000 á 100 000 af dauðaslys-
d ánartölu raanns raanns um alls
Ástralía 6,1 57,3 23,7 41,3
Austurríki 4,4 54,0 5,3 9,8
Bandaríki Norður-Ameríku 6,4 61,4 24,1 39,3
Belgía 3,4 40,6 10,6 26,3
Danmörk 4,7 41,9 10,7 25,4
England 2,8 33,2 9,8 29,6
Finnland (1952—53) 4,9 47,2 8,3 17,6
Frakkland 4,3 54,7 10,3 18,8
írland 2,3 28,5 6,0 21,0
ísland 7,4 55,6 8,1 14,6
Ítalía 3,2 32,5 11,0 34,0
Japan 4,1 38,0 4,8 12,5
Kanada 6,7 58,4 20,2 34,6
Niðurlönd 4,8 36,1 9,9 27,3
Noregur 5,4 45,6 5,5 12,0
Nýja Sjáland 4,7 43,7 14,2 32,6
Skotland 3,7 45,3 10,0 22,0
Spánn (1949—50) 2,7 30,4 1,2 3,9
Sviss 5,5 56,0 15,6 27,8
Svíþjóð 4,1 39,8 11,4 28,6
Þýzkaland (1952—53) 4,7 50,3 16,6 33,0
ísland 1931—34 5,8 61,6
1935—38 6,2 68,6 - -
1939—42 8,6 85,8 - -
1943—46 8,0 75,1 8,0 10,6
1947—50 7,3 59,6 9,9 16,7
1951—54 7,2 53,0 8,5 16,1
og eftir mjög háar, en fara að vísu
lækkandi seinustu árin. Þegar athug-
að er árabilið 1951—1953 (eða 1951—
1954) sést, að talan í dálki 1, hundr-
aðstala dauðaslysa af heildardánar-
tölu, er til muna hæst á íslandi, og
mér er ekki kunnugt um neitt land
með svo háa hlutfallstölu. Það ber þó
að hafa i huga, að manndauði á ís-
landi hefur á síðustu árum verið með
þvi lægsta, sem gerist í heiminum, en
þessi tala gefur einungis til kynna,
hvern þátt slys eiga i mannslátum i
heild. Hún getur því verið lág í landi,
sem hefur háa slysadánartölu, ef
heildardánartala er há. Af tölunum í
dálki 2, fjölda dauðaslysa á 100000
manns, sést þó, að raunverulegur
slysadauði á íslandi er með þvi al-
mesta, sem gerist í Evrópu, í hlutfalli
við mannfjölda, og t. d. til muna meiri
en í Danmörku og Svíþjóð. (Frá lönd-
um í Austur-Evrópu virðast tölur ekki
fáanlegar.) Á hinn bóginn sýna töl-
urnar í dálkum 3 og 4, að bifreiðar-
dauðaslys eru hér færri en viðast
annars staðar i hlutfalli við mann-
fjölda, en þó er aðeins um óverulegan
mun að ræða, borið saman við
Evrópulöndin, að undanskildu Sviss
og Þýzkalandi. Þess er rétt að geta,
að við samanburð á bifreiðardauða-
slysum verður einnig að taka tillit til
fjölda farartækja og kílómetra, sem
eknir eru, en um þetta hef ég engar
tölur handbærar.
Tafla II svarar til dálks 1 á töflu I>
en hér eru dauðaslys reiknuð sér-
staklega fyrir hvern aldursflokk af
heildardánartölu i þeim aldursflokki,