Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 125
123 —
1955
tio, báðir skornir í Reykjavík. Annar
dó.
Beykhóla. 2 sjúklingar.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Flateyrar. 3 tilfelli, öll send til að-
gerðar með árangri.
Hvammstanga. 2 sjúklingar sen'dir
til Reykjavíkur til aSgerðar. Árangur
góSur.
Grenivíkur. 1 tilfelli.
Djúpavogs. 68 ára maSur fékk re-
tentio urinae acuta. Seinna skorinn á
Landsspítalanum. HeilsaSist vel. 59
ára maður skorinn á Landsspítalanum
við hypertrophia prostatae. Incon-
tinentia urinae nokkra mánuði á eftir.
Lagaðist við blöðruskolanir.
51. Hypotonia arteriarum.
Súðavíkur. 3 sjúklingar.
Búða. 2 tilfelli.
52. Ileus.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
Ólafsvíkur. 1 tilfelli.
Flateyrar. Strangulationsileus: 3 ára
Larn athugað i 3 daga, en 3. dag-
inn jókst hiti úr 37,1° i 38° og púls
úr 80 í 110. Fór með sjúklinginn á
sjúkrahús ísafjarðar og aSstoðaði við
aðgerð. Kom þá i ljós bólgið diver-
ticulum Meckelii og ileus.
Súðavikur. í júnibyrjun var ég
kvaddur til sjúklings, er veiktist
snögglega með augljósum einkennum
garnaengju. Setti tafarlaust niður
duodenalslöngu og dró upp öðru
hverju gorblandinn vökva, en jafnan
lítið í senn. Sjúklingurinn var sam-
dægurs fluttur á skipi til ísafjarðar.
Er hann kom þar í sjúkrahús, leiö
honum til muna betur. Sennilega hafa
úæði slangan og hnjaskið átt sinn þátt
1 því. Ekki reyndist ástæða til skurð-
aðgerðar.
53. Insomnia.
Kleppjárnsreykja. 5 tilfelli.
Ólafsvíkur. 1 tilfelli.
54. Kryptorchismus.
SiTðavíkur. 1 sjúklingur, piltur um
fermingu. Orchidopexia gerð á sjúkra-
húsi ísafjarðar.
Sauðárkróks. 2 tilfelli.
55. Laryngitis & pharyngitis.
Vopnafj. Laryngitis acuta 4, pha-
ryngitis 3.
56. Lichen urticatus.
Súðavíkur. 1 tilfelli.
57. Migraene.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
Reykhóla. 4 sjúklingar.
Þingeyrar. 4 tilfelli.
Flateyrar. 3 tilfelli. Beztur árangur
af stórum B-vítamínskömmtum i æð.
Súðavíkur. 3 tilfelli, eitt þeirra
slúlka um fermingu með abdominal
migraene, að þvi er ég bezt fékk séð.
Dihydroergotamin hafði greinileg á-
hrif í öllum þessum tilfellum.
Búða. 2 konur, 2 karlar.
Víkur. Stúlka um tvitugt átti vanda
til þess að fá afleit höfuðköst með
ógleði og alls konar vanlíðan. Mér
virtist þetta geta verið ekta migraene
og gaf henni sprautu af dihydroergo-
tamíni (Sandos). Hún lét svo um mælt
á eftir, að nú fyrst vissi hún, hvað
það væri að vera frísk. Gat siðan
haldið sér við á gynergantöflum.
58. Morbi allergici.
Ólafsvíkur. Allergiskir sjúkdómar
29.
Búðardals. 2 sjúklingar með ofnæmi
gegn pensilíni. Annar þessara sjúk-
linga, karlmaður milli fertugs og
fimmtugs, hafði ljótan carbunculus á
efri vör. Var gefið procainpenicillin-
um 400000 e. 1 sinni á dag i 8 daga
og var þá hitalaus. Á 8. degi fékk hann
espan ofsakláða um allan likamann.
Daginn eftir hiti 39—40° og útbrot
vaxandi. Pensilíngjöf hætt og gefið
benadryl. Hitinn hélzt i 3 sólarhringa,
en þá fóru útbrotin að minnka, og
hitinn lækkaði jafnframt. Sérkennilegt
var, hvað sjúklingurinn hafði hægan
púls, eða 70—80, þrátt fyrir þenna
háa hita. Sjúklingur þessi hafði aldrei
fengið pensilín áður.
Þingeyrar. Mb. allergici 7.
Breiðumýrar. Nokkur tilfelli, þar af
eitt mjög þungt eftir pensilíninnspýt-
ingu.