Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 197
— 195
1955
kalk vanti i jarðveg og fóður. Allt
sauðfé er bólusett við garnaveiki, og
er líklega búið að útrýma henni hér
um slóðir. „Súrheyseitrun“ kemur
sjaldan fyrir, en er hættuleg. Ég veit
ekki, hvað þetta er. Likist helzt eftir
lýsingu lömun i miðtaugakerfi. Bænd-
ur gefa súlfathiazol við þessu, og læt
ég það gott heita, meðan ég veit ekki
betur en þeir.
Vestmannaeyja. Ekki áberandi á
árinu.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Þingeyrar. Hafin bygging á nýju
hraðfrystihúsi. Lokið var á síðast
liðnu hausti vegarlagningu fyrir Dýra-
fjörð. Lagðir voru rösklega 30 km af
hinum nýja Arnarfjarðarvegi, sem
tengja mun Vestfirði norðanverða við
þjóðvegakerfi landsins. Hafinn undir-
búningur að virkjun Mjólkár til raf-
væðingar allra Vestfjarða. Keypt stór
jarðýta og skurðgrafa til jarðvinnslu.
Flateyrar. Endurbætt og gert við
bræðslu- og mjölverksmiðjuna hjá h/f
ísfelli, og það keypti b/v Júní. Ný ýta
var keypt af hreppsfélagi Flateyrar,
og vann hún langt fram á haust að
vegagerð við ísafjarðardjúp.
Súðavíkur. Á þessu ári var lögð há-
spennulína frá rafveitu ísafjarðar í
Engidal til Súðavíkur. Fram til þessa
hafa Súðvíkingar haft rafmagn af
naumt skornum skammti frá lítilli
Ijósavél.
Hvammstanga. Hafin er bygging nýs
verzlunarhúss Kaupfélags Vestur-Hún-
vetninga og breyting á sláturhúsi þess,
sem að henni lokinni verður eitt full-
komnasta sláturhús landsins. Unnið
var mikið að jarðabótum og vegabæt-
ur gerðar. Veriö er að koma upp raf-
lögn frá Laxárvirkjun til Hvamms-
tanga og bæja nærri háspennulínunni.
Gert er ráð fyrir, að rafmagniö komi
snemma á árinu 1956.
Sauðárkróks. Sigurður Sigfússon
kaupmaöur reisti fiskvinnsluhús í
sambandi við frystihús sitt, og var
byrjaö á fiskflökun í þvi á siðast liðnu
sumri. Voru teknir nokkrir togara-
farmar til vinnslu. Frystihús og fisk-
vinnsluhús kaupfélagsins tók einnig
til vinnslu nokkuð af bátafiski. Varð
við þetta nokkur atvinnuaukning.
Sauðárkróksbær, ásamt frystihúsunum
og nokkrum aðilum öðrum, gerðist
kaupandi að Vs i togaranum Norð-
lendingi móti Húsavík og Ólafsfirði.
Reka þessir aðilar togarann í samein-
ingu, og leggur hann fisk upp til
skiptis á þessum stöðum. Þó að lítið
komi í hlut hvers, skapast þó við
þetta nokkur atvinna, og mun reynt
að fá fleiri togara til að leggja upp
fisk lika. Unnið var mikið að upp-
mokstri úr höfninni, svo að togarar
og stærri skip geta nú auðveldlega
athafnað sig við hafnargarðinn, en
höfnin þarf enn þá mikillar aukningar
og endurbóta. Sérstaklega l^arf að gera
frekari ráðstafanir til að hefta sand-
burð inn í höfnina. Eins og að undan-
förnu var mikiö unnið að ræktunar-
framkvæmdum í sveitinni á vegum
Búnaðarsambands Skagafjarðar og
landnáms rikisins. Allmikið var einnig
um byggingar í sveitum, bæði íbúðar-
hús, peningshús og hlööur.
Ólafsfj. Ólafsfjarðarvegur endur-
bættur nokkuð. Lítið unnið í Múla-
vegi. Bærinn eignaðist % i togaranum
Norðlendingi á móti Sauðárkróki og
Húsavík. Engin fullnaðarbjargráð eru
það samt, hvað atvinnu snertir.
Nokkrir fiskfarmar lagðir hér upp og
unnir. Norðurgarður hafnarinnar
styrktur með því að ryðja grjóti í sjó-
inn utan hans, enda er garöurinn jafn-
framt brimbrjótur. Þrátt fyrir þessa
endurbót brotnaði i stórbrimi bryggja
sunnan undir garðinum. Var þunginn
svo mikill af sjónum, eftir að hafa
farið yfir skjólgarðinn, sem hlifa á
bryggjunum, að 12 þumlunga tré
brotnuðu eins og eldspýtur.
Dalvikur. Allmikið um framkvæmd-
ir víða um héraðiö.
Akureyrar. Mikið land hefur verið
brotið til ræktunar á þessu ári, eins
og undanfarin ár, og nokkuð byggt af
nýbýlum.
Grenivíkur. Rafmagnsmálunum hef-
ur miðað vel áfram í Grýtubakka-
hreppi siðast liðin ár. Unnið var að
innlagningu rafmagnsleiðslna i íbúðar-
og útihús. Var þeim þó ekki lokið
fyrir áramótin, en áfram verður þeim