Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 91
— 89 —
1955
Þórshafnar. Gekk allt árið og sem
faraldur öðru hverju, en aldrei veru-
lega slæm.
Vopnafj. Stakk sér niöur flesta mán-
uði ársins.
Bakkagerðis. Ekki mikið um kverka-
bólgu.
Seyðisfj. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins.
Nes. Allsvæsin i júni og nóvember.
Búða. Gerði vart við sig meira og
minna alla mánuði ársins. Flest til-
fellin fremur væg.
Djúpavogs. Mjög litið áberandi allt
árið, þar til i desember. Aldrei ill-
kynjuð.
Víkur. Var að slæðast alla mánuði
ársins. í nóvember faraldur í Skóga-
skóla.
Vestmannaeyja. Með mesta móti.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli mánað-
arlega.
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 22248 30357 22828 27438 25008
Dánir 3 7 3 3 7
Með venjulegum hætti.
Hafnarfj. Algeng hér í fjölmenninu
alla mánuði ársins. Ekki virtust kvef-
faraldrar haga sér öðruvísi en venju-
lega.
Akranes. Gekk alla mánuði ársins.
Kleppjárnsreykja. Virtist koma
nokkuð jafnt á alla mánuði ársins,
nema apríl og maí. Full þörf er á
nánari skýrgreiningu á þvi, hvað
menn kalla kvef, hvað kverkabólgu og
hvað bronchitis. Þyrftu helzt allir að
nota sömu kriteria, svo að talning
verði einhvers virði.
Búðardals. Stakk sér niður flesta
mánuði ársins.
Reykhóla. Töluverð um vormánuð-
ina og síðustu mánuði ársins.
Hvammstanga. Lítið um kvef.
Blönduós. Takmörkin á milli kvef-
sóttar og inflúenzu vitanlega nokkuð
á reiki, og hefði sennilega verið rétt-
ara að telja kvefsóttartilfellin, sem
voru allmörg í ársbyrjun, undir in-
flúenzu, sem reis allhátt og var ótvi-
ræð.
Höfða. Hefur stungið sér niður allt
árið, en aldrei neinn faraldur.
Sauðárkróks. Faraldur í febrúar og
svo siðasta þriðjung ársins. Var ekki
skæð, en nokkur lungnabólgutilfelli þó
í sambandi við þessa faraldra.
Hofsós. Væg og ekki mikið um fylgi-
kvilla.
Akureyrar. Flesta mánuði ársins
töluvert af kvefi og stundum nokkuð
slæmt, með kveflungnabólgu í ein-
stökum tilfellum.
Grenivíkur. Allhvimleið i sumum.
Nokkuð mikið bar á hlustarverk í
börnum samfara kvefsóttinni.
Húsavíkur. Alltaf viðloðandi, nema
helzt um sumarmánuðina. Frekar lítið
um fylgikvilla.
Þórshafnar. Allkvefsamt þetta ár,
sérstaklega á Heiðarfjalli. í febrúar og
júní var þar mjög þung kvefsótt, er
lagði marga í rúmið.
Vopnafj. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins, án þess að reglulegur far-
aldur yrði úr.
Egilsstaða eystra. Eins og oftast
flesta mánuði ársins, en ekki sem sér-
stakur faraldur.
Bakkagerðis. Er liér oft á ferðinni.
Vondur kveffaraldur gekk hér seint i
desember og fram yfir áramót.
Seyðisfj. Eins og alltaf áður algeng-
asti kvillinn, viðloðandi allt árið.
Nes. Allmagnaður faraldur i júní
með nokkrum fylgikvillum.
Búða. Viðloðandi allt árið, eins og
venjulega.
Djúpavogs. Alltaf viðloðandi, en
vafalaust með minna móti. Mest bar á
kvefi vor- og haustmánuði.
Víkur. Vonzkukvef kom upp í októ-
ber og entist til áramóta.
Vestmannaeyja. Með meira móti.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjukl. ,, ,, 1 „ n
Dánir „ „ 1 „ „
Landið er blessunarlega laust við
barnaveiki, og hefur enginn faraldur
12