Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 127
— 125 —
1955
dómum, einkum efnahagsörðugleikar.
7 af sjúklingum þessum varð aS vista
á sjúkrahúsi.
Vopnafj. Neurosis 3.
Seyðisfí. Neurasthenia er nokkuS
algeng „diagnosis“ hér sem annars
slaSar, hve réttmæt sem hún kann aS
vera.
Djúpavogs. Taugaveiklun algeng.
66. Obesitas.
Flateyrar. 9 tilfelli. Sjúklingarnir á
ströngu megrunarfæSi, en árangur lé-
legur.
Grenivíkur. NokkuS ber á offitu,
einkum kvenfólks. Gengur þvi illa aS
megra sig, þó aS þaS reyni.
67. Obstipatio habitualis.
Kleppjárnsreykja. Constipatio 4.
Obstipatio 5.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Vopnafí. Obstipatio 1.
Búða. MiSaldra kona hefur veriS til
meSferSar á ýmsum sjúkrahúsum.
68. Orchitis.
Kleppjárnsreykja. 10 tilfelli.
Vopnafí. Periorchitis serosa 1.
69. Otitis externa.
Kleppjárnsreykja. 11 tilfelli.
70. Otitis media.
Kleppjárnsreykja. 6 tilfelli.
Ólafsvíkur. Otitis media acuta 20.
Þingeyrar. Otitis media acuta sup-
purativa 12.
Flateyrar. 10 tilfelli, alltaf fylgi-
kvilli kvefs, hálsbólgu eSa inflúenzu.
Súðavíkur. Á farsóttaskrá 3 tilfelli,
sitt í hverjum mánuSi, september,
október og nóvember, allt börn á 1.
ári.
Hofsós. Auk 3 tilfella, sem eru á far-
sóttaskýrslum, komu fyrir 4 tilfelli í
béraSinu, öll frekar væg. Þó þurfti á-
stungu á hljóðhimnu á einum sjúk-
lingi.
Grenivíkur. 9 tilfelli, flest i sam-
bandi við kvefsótt eða sem afleiðing
hennar.
Þórshafnar. Fáein tilfelli. Myringo-
tomia var gerð á 2.
Vopnafí. Otitis media catarrhalis &
suppurativa 2.
Bakkagerðis. 3 tilfelli af otitis media
i smábörnum. Batnaði þeim öllum vel
við pensilingjöf.
Seyðisfí. Ber ekki mikið á þeim
kvilla hér.
Nes. Mun sjaldgæfari fylgikvilli
kvefsóttar en undanfarin ár.
Djúpavogs. Ekki algengt. Þó nokkrir
þeirra, sem mislinga fengu, fengu
otitis media sem fylgikvilla. Alltaf
vægt.
Vestmannaeyja. Mér virðist kvilli
þessi mjög sjaldgæfur hér. ÞaS má
heita viðburður, ef stinga þarf á hljóð-
himnu. Einnig sjást hér varla sjúk-
lingar með langvarandi útferð úr eyra.
Þótt til þess komi, að krakki fái í
eyra, virðist það læknast fljótt við
pensilin, jafnvel þótt sem snöggvast
geri út úr eyranu, af þvi aS of seint
er byrjað á pensilínmeðferS.
71. Oxyuriasis.
Kleppjárnsreykja. 5 tilfelli.
Búðardals. 2 tilfelli.
Þingeyrar. 2 tilfelli.
Ólafsfí. 10 sjúklingar.
Vopnafí. 1 tilfelli.
Egilsstaða eystra. Verður alltaf vart
öðru hverju. Aluminii subacetas gefst
vel.
Seyðisfí. Talsvert algengur og hvim-
leiður kvilli, og gengur oft illa að losa
heimilin alveg við njálginn.
Búða. Mörg tilfelli. Endursmitun al-
geng.
Djúpavogs. Ekki mikið leitað læknis
við þessum kvilla.
72. Pancreatitis acuta.
Flateyrar. Boskin kona, er átti
heima á SuSureyri, hafði fyrir 2 árum
fengið gulu og gallsteinakast, að því
er ég áleit. Var talið, aS hún hefSi
fengið svipað kast aftur og gefið tabl.
pethidini, en daginn eftir sá ég sjúk-
linginn, og liktust einkennin helzt
sprungnum maga. Lagði ég hana inn
á sjúkrahús ísafjarðar, og dó hún þar