Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 221
219
1955
grennri en sá hægri, mælt um miðju
framhandleggsins.
Á v. öxl er stórt, en vel gróið
brunaör, er S. hlaut á barnsaldri. Eng-
inn herpingur er í örinu, og veldur
það engum óþægindum.
Röntgenskoðun af v. framhandlegg,
olnboga og úlnlið, dags. 25. september
s. 1., leiðir eftirfarandi í ljós: Á ölnar-
beininu eru breytingar eftir brot á
tveim stöðum. Neðri brotmörkin eru
5 cm fyrir ofan úlnlið, en þau efri 8
cm fyrir neðan olnbogalið. Nokkur
missmíði er á beininu á neðra brot-
staðnum, en stefnan góð. Á efra brot-
staðnum er beinið sem næst slétt, en
þar um 30° sveigja, sem er opin út ó
við. í geislabeininu sjást merki um
brot 9 cm fyrir neðan olnboga. Brot
þetta hefur verið spengt með beini,
og situr spöngin innanvert á brot-
staðnum. Henni hefur verið fest með
tveim skrúfum, er sitja í beininu ó-
haggaðar. Lítils háttar sveigja er á
brotstaðnum.
Brotin eru öll fyllilega gróin.
Myndir af olnbogaliðnum sýna all-
mikla skekkju í liðnum milli geisla-
beins og upphandleggs, er stafar af
sveigjunum á brotstöðunum. Þá sést
votta fyrir slitbreytingum i olnboga-
liðnum.
Hætt er við, að skekkjan í olnboga-
liðnum komi til með að valda óeðli-
legu sliti á liðnum, er tímar líða, sem
síðan veldur óþægindum og dregur úr
vinnuhæfni.“
í málinu liggur fyrir örorkumat . ..,
sérfræðings i lyflækningum, Reykja-
vik, dags. 6. október 1956, en það
hljóðar svo að loknum inngangsorð-
um:
„Slasaði mætti til skoðunar 4. októ-
ber 1956. Hann hefur allmikil óþæg-
indi i vinstra handlim, höndin er stirð
og kraftlitil, sérstaklega þumalfingur-
inn. Einnig hefur hann mikinn stirð-
leika í vinstra framhandlegg, þannig
að hann getur ekki snúið hendinni út
á við eða inn á við.
Slasaði segist hafa unnið létt störf
síðan i lok mai s. 1. og telur ástand
sitt hafa verið lítt breytt i langan
tíma.
Skoðiin: Vinstri framhandleggur: Á
ofan- og aftanverðum framhandleggn-
um er ca. 11 cm langt ör, vel gróið.
Örið er nokkuð breitt, fastvaxið við
beinið um miðbikið og talsverð dæld
í holdið á þessu svæði. Utan og ofan
til á framhandleggnum er 10 cm langt
ör eftir skurðaðgerð. Enn fremur er
um 8 cm langt, bogadregið ör eftir
skurðaðgerð, rautt og þrúíið utan og
aftan til á úlnliðnum. Talsverð mis-
smíði og litils háttar sveigja er á
ölnarbeininu. í olnbogalið er talsverð-
ur stirðleiki, þannig að um 40° vantar
upp á fulla réttingu i liðnum og álíka
mikið upp á fulla beygju. í vinstra
úlnlið eru hreyfingar einnig talsvert
minni en eðlilegt er og hliðarhreyf-
ingar engar. Snúningshreyfing á
vinstri hendi og framhandlegg er eng-
in. Einnig er mikill stirðleiki i fingr-
um, þannig að fingurgómar ná rétt
aðeins í lófann ofan til. Vinstri þum-
alfingur er einnig mjög kraftlítill,
livað réttingu út á við snertir. Tals-
verð rýrnun er á öllum vinstri hand-
lim og kraftur í handlimnum miklu
minni en i þeim hægri.
Röntgenmynd af vinstra framhand-
legg, olnboga og úlnlið, tekin i Land-
spítalanum 25. sept. s. 1., sýnir, að
ölnarbeinið hefur brotnað ó tveimur
stöðum. Á beininu eru nokkur mis-
smiði og dálítil sveigja. Á geislabein-
inu sjóst merki um brot um 9 cm fyrir
neðan olnboga, og brot þetta hefur
verið spengt. Brotin eru öll gróin.
Myndir af olnbogalið sýna allmikla
skekkju i liðnum milli geislabeins og
upphandleggs, og stafar það af sveigj-
unum á brotstöðunum. Einnig sést
votta fyrir slitbreytingum í liðnum.
Ekki þykir líklegt, að ástand slasaða
batni neitt verulega í framtiðinni, en
hins vegar má búast við óeðlilegu sliti
i olnbogaliðnum vegna skekkjunnar,
sem á honum er. Þykir því tímabært
að meta varanlega örorku hans af
völdum nefnds slyss, og þykir hún
hæfilega metin svo sem hér segir:
28