Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 89
— 87
1955
ur hefur fólki fækkað á Suðureyri og
barnkoma minni, en á Flateyri hefur
fólk flutzt inn, og þótt barnkoma sé
minni, hefur fólksfjöldinn aukizt.
Dolungarvikur. Smávegis aukning
fólksfjölda.
ísafj. Fólki fækkar enn i héraðinu,
þrátt fyrir næga atvinnu.
Súðavíkur. Barnkoma vegur tæpast
á móti brottflutningi fólks úr hérað-
inu þetta ár.
Hólmavikur. Vegna lélegrar afkomu
flytur fólkið sig úr þorpunum, Hólma-
vik og Drangsnesi, og færi sjálfsagt
fleira, ef það gæti selt húseignir sín-
ar.
Blönduós. Fólksfjölgun lítil í hérað-
inu að þessu sinni.
Höfða. Fólkinu hefur lítið eitt fælck-
að í læknishéraðinu þetta ár.
Sauðárkróks. Fólki hefur fjölgað
litið eitt i héraðinu.
Hofsós. íbúum héraðsins fækkaði,
og var fækkunin eingöngu i Fljótum.
Ólafsfj. Enn hefur fækkað í hérað-
inu.
Dalvíkur. Fólkinu fækkaði ekki
þetta árið.
Akureyrar. Það er athyglisvert, að i
héraðinu hefur fækkað um 48 manns,
enda þótt fæðzt hafi 327 lifandi börn
og aðeins dáið 72 manns á árinu og
þar af verið 13 utanhéraðsbúar. Af
framanskráðu er auðséð, að margir
hafa flutzt búferlum á árinu, og er
það alltaf sama sagan, að straumur-
inn liggur suður á bóginn til Reykja-
víkur og Keflavíkur.
Grenivíkur. Heldur fjölgaði i hér-
aðinu á árinu.
Breiðumýrar. Fólki fjölgaði aðeins
á árinu.
Húsavíkur. Fólki fjölgar ekki i hér-
aðinu, nema í Húsavik lítillega, en í
Flatey fækkar því aftur á móti.
Þórshafnar. Barnkoma mikil.
Vopnafj. íbúum héraðsins fjölgaði
lítið eitt.
Bakkagerðis. Fólkinu fjölgaði lítið
eitt, eins og undanfarin ár. Barnkoma
með minna móti. Enginn dó.
Seyðisfj. íbúum i læknishéraðinu
fækkaði lítið eitt.
Djúpavogs. Héraðsbúum fjölgaði um
4 á árinu. Þó fæddust 23, en aðeins
6 dóu.
Kirkjubæjar. Fólki fækkaði. Olli því
einkum brottflutningur fólks úr hér-
aðinu.
Vestmannaeyja. í héraðinu fjölgaði
um 43 á árinu, en það er ekki helm-
ingur eðlilegrar fjölgunar, miðað við
fædda og dána, og hafa því fleiri
flutzt út en inn.
Eyrarbakka. Fólkinu fækkaði með
mesta móti þetta ár.
Iieflavíkur. Fólksfjölgun í héraðinu
með meira móti, en þess ber að gæta,
að alltaf flyzt fólk talsvert inn í hér-
aðið vegna mikillar vinnu á Keflavík-
urflugvelli og útvegsins á fiskvertíð-
inni, meðan hún stendur yfir.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Flestir héraðslæknar telja árið
kvillaár með meira eða jafnvel mesta
móti, enda var landsfaraldur að in-
flúenzu og hettusótt, auk þess sem
faraldur mislinga og rauðra hunda frá
fyrra ári náði einnig til þessa árs. Þá
setti hinn mikli mænusóttarfaraldur
svip sinn á sóttarfar ársins. Kikhósta
brá einnig fyrir, og ekki létu hinar
landlægu sóttir sitt eftir liggja, svo
sem kverkabólga og kvefsótt, en að
lungnabólgu kvað reyndar minna en
setla hefði mátt i fullgildu kvefári,
jafnframt þvi sem bæði inflúenza og
mislingar voru á ferð. Að venju hinna
síðustu tima fór það, að lítt sá þessa
sóttarfars stað á dánartölu ársins, því
að hún mátti þrátt fyrir það heita í
lágmarki, eða 7,0%«,, og hefur aðeins
sinni verið lægri, en það var á siðast
liðnu ári (6,9%»).
Hafnarfj. Heilsufar verður að teljast
neðan við meðallag undanfarinna ára.
Kleppjárnsreykja. Árið frekar kvilla-
samt. Farsóttir margs konar og tiðar.