Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 151
149 —
19SS
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir, atvinnusjúkir,
áfengissjúklingar og deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur um geðveika, fávita, dauf-
dumba, málhalta, heyrnarlausa, blinda
og deyfilyfjaneytendur liafa að venju
borizt að nafni til úr öllum héruðum.
Skýrslan úr Reykjavik tekur sem fyrr
aðeins til fávita, daufdumbra og
blindra, og yfirleitt má gera ráð fyrir
miklum vanhöldum á allri þessari
skýrslugerð. Til fullnægingar á ákvæð-
um 41. greinar laga nr. 23/1952 og
reglugerðar nr. 24/1956, um skrásetn-
ingu og tilkynningu atvinnusjúkdóma,
er héraðslæknum nú gert að skrá í
ársskýrslur sinar sjúklinga með sjúk-
dóma, sem eiga beint eða óbeint ræt-
ur að rekja til óhollustu í sambandi
við atvinnu þeirra, einkum bæklunar-,
bilunar-, eitrunar- og ofnæmiskvilla,
en þvi aðeins áverka af völdum slys-
iara, að tilhögun vinnu eða húsnæði
vinnustöðvar verði beinlínis um kennt.
Jafnframt var til reynslu lagt fyrir
héraðslækna að hefja skrásetningu á-
fengissjúklinga i héruðum sínum og
flokka þá eftir því, hver brögð eru
talin að drykkjuskap þeirra, þannig:
í- stig: úr hófi, en spillir þó ekki enn
verulega heimilislífi né sakar verulega
atvinnuhagi; 2. stig: spillir heimilis-
lífi, en sakar ekki enn verulega at-
vinnuhagi; 3. stig: sakar verulega at-
vinnuhagi; 4. stig: sjúklingurinn fé-
lagslega ósjálfbjarga vegna áfengis-
nautnar og meiri eða minni vandræða-
maður. í þessu skyni var bætt tveim-
ur nýjum reiturn á eyðublaðið undir
skýrslu um geðveika, fávita, dauf-
dumba o. s. frv. Var hið nýja eyðu-
blað sent öllum héraðslæknum, áður
en ársskýrslur þeirra fyrir árið 1955
tóku að berast. Litið skrið komst á
þessa nýju skýrslugerð á árinu, því að
einungis 16 héraðslæknar tóku upp
hið nýja eyðublað, enda hefur senni-
lega flestum skilizt, að skrásetning
þessi gætj fyrst almennt hafizt á næsta
ári. Af þeim 16 héraðslæknum, sem
skýrslur senda á hinu nýja eyðublaði,
getur aðeins einn þeirra (Vestmanna-
eyja) eins sjúklings með atvinnusjúk-
dóm, og er þó hæpið, að sá eigi heima
þar i flokki, en 8 (Stykkishólms, Búð-
ardals, Súðavíkur, Dalvíkur, Kirkju-
bæjar, Eyrarbakka, Selfoss og Laugar-
áss) láta þess beinlínis getið, að þar
sé um enga áfengissjúklinga að ræða.
Aðeins 3 hafa aðra sögu að segja. í
Ólafsvíkurhéraði getur héraðslæknir 2
miðaldra karlmanna, eru séu drykkju-
sjúklingar á 2. stigi, og i Hvammstanga-
héraði telur héraðslæknir þar roskinn
karlmann drykkjusjúkling, einnig á 2.
stigi. Héraðslæknir í Vestmannaeyjum
hefur lagt sig fram um þessa skrá-
setningu og telur i héraði sínu ekki
færri en 56 drykkjusjúklinga á 2.—3.
stigi sjúkdómsins. Gerir hann nán-
ari grein fyrir þessu framtali sinu hér
á eftir.
Um geðveika:
Rvík. Fjöldi geðveikra mun vera
svipaður og fram kom við allsherjar-
talningu á árinu 1953. Á Farsóttahús-
inu dvöldust á árinu 139 geðveikir,
þar með taldir alcoholistar.
Hafnarf]. Geðveikir eru hinir sömu
og' i fyrra; enginn þeirra er óður. Hér
eru nokkrir sjúklingar, sem fó þung-
lyndisköst við og við, og hef ég ekki
tekið þá á skrá.
Akranes. Geðveikir hafa engir verið.
Kleppárnsreykja. Morbus mentalis 2.
Súðavíknr. Karlmaður á sextugs-
aldri leitaði mín vegna depressio men-
tis. Hefur að sögn lengi verið geð-
veill.
Hvammstanga. Geðveikir sjúklingar
hinir sömu og i fyrra, en auk þess
varð að senda fimmtuga konu ó
Iíleppsspítala vegna geðveilu, en
hennar hafði orðið vart fyrir mörg-