Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 162
1955
— 160
aðinu. Á deildinni voru skoðuð alls
1244 börn, en tala skoðana var 2933.
Auk þess komu 36 mæður til viðtals
við lækni vegna barna sinna, og 701
barn kom eingöngu til bólusetningar.
Læknar stöðvarinnar afgreiddu því
alls 3670 manns. 405 börn undir skóla-
skyldualdri voru bólusett vegna barna-
veiki og 934 við barnaveiki-kikhósta-
tetanus, alls 1339 börn. 8 börn voru
bólusett við kikhósta eingöngu og 25
við bólusótt. Auk þess voru kúabólu-
sett 789 fermingarbörn, og vann starfs-
fólk Ungbarnadeildarinnar að því að
nokkru leyti. Hjúkrunarkonur fóru í
17223 vitjanir á heimilin til ung-
barna. Stöðin var opin 3 daga í viku,
1 klukkutima, og í Langholtsskóla 1
klukkutíma einu sinni í viku. Deildin
var lokuð 12/10—31/12 vegna mænu-
sóttarfaraldurs.
Eftirlit með barnshaf-
ítndi konum.
Á deildina komu á árinu alls 2492
konur. Tala skoðana var alls 7610. Af
þeim voru 622 konur utan Reykjavík-
ur og skoðanir á þeim 1634. Meðal
þess, sem fannst athugavert, var:
Haemoglobin 60% og lægra 29 konur,
60—80% 1329, blóðþrýstingur 140 og
yfir 570, bjúgur 396, albuminuria 72,
toxaemia (örugglega) 106, Rh-ósam-
ræmi 40, lues (þar af ein kona, sem
aldrei hafði fengið meðferð, og var 3
ára barn hennar veikt líka) 5. Deildin
var opin 3 klst. á dag 3 daga í viku.
Kostnaður við deildina varð kr.
279026,00. Starfsfólk: Pétur Jakobs-
son, yfirlæknir, 2 tíma i viku til 1. ág'.
Jónas Bjarnason, læknir, 2 tíma í viku
janúar—ágúst, 3 tíma í viku ágúst
•—desember. María Hallgrímsdóttir,
læknir, 3 tíma í viku. (Vinna hennar
er lögð fram frá Fæðingardeild Lands-
spitalans.) Ragnhildur Jónsdóttir og
Ása Ásmundsdóttir, ljósmæður, 3 við-
talstíma í viku. Elisabeth Thors og
Hrafnhildur Haraldsdóttir, afgreiðslu-
stúlkur, 3 daga í viku.
Áfengisvarnir.
í júlímánuði fluttist stöðin úr Tún-
götu 3, þar sem hún hafði verið frá
byrjun, í ný húsakynni Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavikur við Barónsstíg.
Hefur hún þar fengið gott húsnæði,
3 herbergi, auk biðstofu. Samtímis
var gerð nokkur breyting á starfsliði
slöðvarinnar. Hjúkrunarkona sú, sem
unnið hafði á hennar vegum allan
daginn, var látin ganga inn í hjúkr-
unarlið Heilsuverndarstöðvarinnar, en
það lið skal síðan annast heimilis-
vitjanir Áfengisvarnarstöðvarinnar og
aðstoða í viðtalstímum. Hefur þessi
breyting orðið starfsemi stöðvarinnar
í óhag enn sem komið er. Frá 1. des-
ember var sálfræðingur ráðinn til
starfa á stöðinni, og skal hann vinna
5 klukkustundir vikulega fyrst um
sinn. Á þessu ári leituðu til stöðvar-
innar 184 drykkjumenn, er ekki höfðu
áður komið, 175 karlar og 9 konur.
16 karlmenn og 1 kona í þessum hópi
voru búsett utan Reykjavíkur, hitt
voru bæjarmenn. Auk þessara nýju
skjólstæðinga sóttu stöðina 119 þeirra
manna, sem frumskráðir voru 1953,
og 116 þeirra, er fyrst komu 1954, svo
að samtals nutu 419 manns meðferðar
á árinu, að meira eða minna leyti.
Börn hinna frumskráðu drykkju-
manna eru 214 talsins. í þeim hópi
eiga drykkfelldar konur 11 börn.
Heimsóknir sjúklinga á stöðina voru
samtals 7960. Fæstar voru þær í des-
ember (250), en flestar í marz (1024).
Auk þess fóru læknarnir í 221 heim-
ilisvitjun og hjúkrunarkonurnar í 560
vitjanir. Ýmiss konar félagsleg aðstoð
var veitt nokkrum mönnum. Fyrir at-
beina stöðvarinnar voru 28 drykkju-
menn vistaðir i sjúkrahús og hæli: 16
í Farsóttahúsið, 4 á Sólheima, 2 á
Bláa bandið, 1 á Kviabryggju, 1 ú
Hvitabandsspítala og 4 á Klepp og að
Arnarholti. Þessi hjálparstöð hefur nu
starfað í 3 ár. Fyrsta árið leituðu 360
drykkjumenn aðstoðar hennar, annað
árið voru 331 frumskráðir og þriðja
árið (1955) 184, eða samtals 876
manns, sem allir þjáðust undir oki
drykkjuskaparins. Það er áberandi.
hve miklu færri nýir menn bætast við
siðasta árið en hvort hinna fyrri, og
eru ástæður til þess sennilega fleiri
en ein. Ekki er kunnugt um, hve
margir bætast i hóp reykvískra