Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 9
INNGANGUR
1.0. Jóhannes Halldórsson, sem síðast hefur rætt aldur
Kjalnesinga sögu, kemst að þeirri niðurstöðu, að sagan sé
rituð á fyrsta eða öðrum áratug 14. aldar.1 Það er mjög
svipað því, sem menn hafa áður talið.2 Hún er þá meðal
hinna yngstu Islendingasagna. Jóhannes Halldórsson segir
svo um höfund sögunnar: „Ljóst er, að hann er gagnkunn-
ugur staðháttum á Kjalarnesi, og skeikar þar hvergi stað-
þekkingu hans.“ 3 Þetta hefur Kr. Kálund rakið í einstök-
um atriðum.4 Finnur Jónsson gat þess til, að sagan hafi verið
samin i Viðeyjarklaustri, en Jóhannes Halldórsson bendir á,
að höfundur sögunnar hafi e. t. v. verið prestur á Hofi eða
Esjubergi.5
1.1. Efni Kjalnesinga sögu er i stuttu máli á þessa leið:6
Upphaf byggðar og landnámsmenn á Kjalarnesi og persón-
ur sögunnar eru kynntar. Synir Helga bjólu landnámsmanns
eru Þorgrímur, goði á Hofi, og Arngrímur og fóstbróðir þeirra
er Andríður, faðir Búa. Búi elst upp hjá Esju á Esjubergi.
Kjaln. 3-922. Búi vill ekki blóta og er stefnt til Kjalames-
þings af Þorsteini syni Þorgríms á Hofi. Búi hirðir ekki um
stefnuna. Þorsteinn gerir Búa fyrirsát, en síðan drepur Búi
Þorstein í hofinu að Hofi og brennir það. Hann verður
að flýja í helli. Kjaln. 923-147. Þorgrímur gerir húsleit að
Búa, en Esja tefur leitina. Þorgrímur drepur Andríð. Kjaln.
147-169. örn austmaður kemur í Kollafjörð og þar eru
1 Kjalnesinga saga 1959, xviii.
2 Kjalnesinga saga 1911, xvi-xvii, Finnur Jónsson 1924, 79.
3 Kjalnesinga saga 1959, xviii.
4 Krístian K&lund 1877, 19, 46 og áfram.
5 Finnur Jónsson 1924, 79, Kjalnesinga saga 1959, xviii.
6 Vitnað er í blaðsíðutal í Kjalnesinga saga 1959.