Studia Islandica - 01.06.1967, Side 27
25
Hér hefur að segja frá örlygi. Landnámugerðimar og
Olafs saga segja, að hann hafi verið að fóstri í Suðureyjmn,
en Kjalnesinga saga segir, að hann hafi verið írskur. Ef til
vill kemur hér fram ákveðin tilhneiging hjá höfundi sög-
unnar, sjá 5.6.
Kjaln. Sturlub.
7. I þann tima var frland krist-
it; þar réð fyrir Konofogor írakon-
ungr.
Ö.T. Hauksb.
Hér hefur Landnáma ekkert sambærilegt. Svipuð atriði
koma fyrir í sögum. „f þann tíma var írland kristit“ má bera
saman við: „England var kristit ok hafði lengi verit, þá er
þetta var tíðenda,“ 1 „f þenna tíma var kristni komin í Dan-
mörk,“2 „Grikkland var þá vel kristit.“3 Konofogor er
víðar nefndur, sjá 4.4. Athuga má, að í texta Ólafs sögu
Tryggvasonar í Flateyjarbók segir á þessum stað: „Orlygr
var vel kristin.“ 4 Annars er sá texti all frábrugðinn.
Kjaln.
8. Þessi fyrrnefndr maðr varð
fyrir konungs reiði. Hann fór at
finna Patrek biskup, frænda sinn,
en hann bað hann sigla til fslands,
— „því at þangat er nú,“ sagði
hann, „mikil sigling ríkra manna;
en ek vil þat leggja til með þér,
Ó.T.
Avrlygr fystiz at fara til Islandz
ok bað Patrech biskup at hann sæi
vm með honum. biskup svar(ar).
Veíta man ek þer vm sea ef þv vill
minum raðum <fram> fara.
Sturlub.
fystist (hann) at fara til Islandz
ok bad ad byskup sæi vmm med
horium.
Hauksb.
hann fystiz at fara til Islanðz ok
bað Pátrek byskvp at hann sæi vm
með hanvm.
1 Egils saga 1933, 128.
2 Gísla saga 1943, xlvi, í Y texta. Egils saga er talin fyrirmynd þessa.
3 Finnboga saga 1959, 287.
4 Öláfs saga Tryggvasonar en mesta 11958, 266.