Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 36
34
landnámsmenn og börn þeirra, sem voru nálega öll heiðin,
sbr. 3. Síðan kemur setningin um börn örlygs.
Nokkur önnur atriði geta bent til Landnámuþekking-
ar hjá höfundi Kjalnesinga sögu. 1 sögunni kemur fyrir
Ingólfur í Vík, „er fyrst byggði ísland,“ Kjaln. 3, en hann
hefur verið alþekktur. Nefndur er Þórður Skeggjason af
Skeggjastöðmn, sem er látinn kvænast dóttur Helga bjólu í
sögunni, Kjaln. 6. Samkv. Landnámu byggði Þórður skeggi
á Skeggjastöðum. Beint lá við fyrir höfund Kjalnesinga sögu
að fá Skeggja úr bæjarnafninu Skeggjastaðir, eins og hann
gerir víðar, sjá 10.3., en hann hefur haft einhverja vitneskju
um Þórð. Börn Búa eru látin heita Ingólfur, Þorsteinn og
Hallbera, Kjaln. 41. Þau eru látin vera komin af Ingólfi í
móðurætt og fá því nöfn úr ætt hans, en Hallbera er þá sett í
stað Hallveigar. Höfundi sögunnar hefur því ekki verið alveg
ókunnugt um ætt Ingólfs, þrátt fyrir það, sem segir í 3. lið,
að Þórný hafi verið dóttir Ingólfs.
Skal nú litið á það, sem séð verður af textunum. Afstaða
lýsinganna á Helga bjólu og örlygi er hin sama og í Land-
námugerðunum. I kaflanum um Helga bjólu ber Kjalnes-
inga sögu og Landnámugerðunum mikið í milli, sjá einkum
2, 3 og 4. Bygging lýsinganna er þó svipuð sjá 1, 2 og 4.
Meiri líkindi koma fram í kaflanum um Örlyg. Þar greinir
einnig Sturlubók, Ólafs sögu og Hauksbók töluvert á. Ef
Kjalnesinga saga er borin saman við öll þessi rit, kemur í ljós,
að bygging lýsinganna er svipuð, það kemur fram í 6, 8, 9,
10, 11, 12, 13, 14, 15, 16. Aðeins í 3 og 5 í lýsingunni á Helga
bjólu og 7 í lýsingunni á örlygi eru atriði án nokkurrar hlið-
stæðu í hinum ritunum. 1 5, 7 og 8 koma fram atriði. sem
eiga sér hliðstæður i Islendingasögum. I 6, 9 og 16 koma fram
atriði, sem benda til ákveðinnar tilhneigingar hjá höfundi.
Sérstök likindi við Ólafs sögu koma fram í 8, 9, athuga þó
röð, 12 og 13. Sérstök líkindi við Hauksbók koma fram í 10
og 11.
Má nú líta sérstaklega á þáttinn af örlygi. Vegna sömu
byggingar og orðalagslíkinga við þessi rit, sjá einkum 9, 11