Studia Islandica - 01.06.1967, Page 37
35
og 12, virðist varla koma til greina, að Kjalnesinga saga fari
eftir munnlegum heimildum.
En hafi höfundur haft texta fyrir sér, er vandi að ráða
fram úr því, hvaða texti það hefur verið. Það hefur ekki
verið Sturlubók. Ölafs saga hefur texta náskyldan Sturlu-
bók og mjög líkan texta Kjalnesinga sögu. Þó hefur það
ekki verið Ólafs saga vegna 9. Það hefur heldur ekki verið
Hauksbók, sjá einkum 8, 12 og 13.
Helzti vandinn er að gera grein fyrir nánum líkindum
við Ólafs sögu, en um leið sérstökum líkindum við Hauksbók.
Má nú reyna að tengja þetta því, sem álitið er um af-
stöðu Landnámugerðanna. Melabók og Sturlubók styðjast
við Styrmisbók, en Hauksbók við Styrmisbók og Sturlubók.1
Samkvæmt niðurstöðu Jóns Jóhannessonar hafa Melabók og
Sturlubók staðið mjög nærri texta Styrmisbókar í þessum
kafla, en Haukur hefur aukið hann mjög.2 Afstaða textanna
gæti verið þessi:
Sty.
1 M 1 Si
1 S 1 Ó.T. i 1 s2
Kj. H
Þá hefur S2 haft þrjú f jöll. En þá verður að gera ráð fyrir,
að S og H hafi sleppt óháð hvort öðru því, sem segir í 13.
Annar möguleiki er þessi: Sty.
1 M 1 Ö.T. ~T~ Si 1 1 S2 r Kj.
I----------------------------
S H
1 Jón Jóhannesson 1941, 226.
2 Jón Jóhannesson 1941, 186.