Studia Islandica - 01.06.1967, Page 39
37
skrifað um þetta, hafa fallizt á niðurstöður Finns Jónssonar
í meginatriðum.1
Má nú líta á textana.2
Kjaln. Eyrb. Vatnsd.
1. lét hann reisa hof Þar lét hann reisa hof, hann reisti hof mikit
mikit í túni sinu; ok var þat mikit hús;
Samsvörun er hér við Eyrbyggju, en einnig nokkur við
Vatnsdælu.
Kjaln. Vatnsd.
2. þat var hundrað fóta langt, hundrað fóta langt,
en sextugt á breidd;
Samsvörun er hér við Vatnsdælu um lengd hofsins. Þessi
samsvörun er athyglisverð, því að bæði er um töluna að ræða
og einnig það, að mælt er í fetum. Það var ekki sjálfsagt, því
að oft var mælt í föðmum eða álnum, sjá 5.2. Hafi höfundur
Kjalnesinga sögu fengið lengdina úr Vatnsdælu hefur hann
sjálfur lagt til breiddina. Magnús Már Lárusson hefur hent
á, að sú lýsing, sem kemur fram hér og i 5. lið, minni ótrú-
lega á femingslaga stafkirkju með „apsis.“ 3 Sennilegt er,
að hér sé átt við stórt hundrað og lengdin því 120 fet, en
breiddin 60 fet. 1 11 norskum stafkirkjum með „apsis,“ sem
getið er hjá L. Dietrichson, er meðallengd skips og kórs sam-
an 41,43 fet, en meðalbreidd skips 23,20 fet.4 Hlutfallið er
áþekkt því, sem fram kemur i Kjalnesinga sögu. Það er því
sennilegt, að höfundur Kjalnesinga sögu hafi ákvarðað
breiddina með tilliti til kirkna.5 Skálar, sem lýst er í sögum,
1 Þannig t. d. Kjalnesinga saga 1911, xxi-xxiii, Ólafur Briem 1945,
140, 148, Kjalnesinga saga 1959, viii-xi, Olaf Olsen 1966, 12, 29.
2 Kjalnesinga saga 1959, 7, Eyrbyggja saga 1935, 8-9, Vatnsdœla
saga 1939, 42, Óláfs saga Tryggvasonar en mesta I 1958, 378, Heims-
kringla I 1941, 317, Alexanders saga 1925, 21-22, Heimskringla / 1941,
167-168, Adam von Bremen 1917, 258.
3 Magnús Már Lárusson 1954-1958, 96.
4 L. Dietrichson 1892, 33-34.
5 Ef átt er við tírætt hundrað verður hlutfall lengdar og breiddar
nálægt hlutfalli gullsniðs, sem er 0,6180. Flatarmálsmynd, sem nota má
til þess að finna gullsnið, er t. d. í handritunum AM 415 4to, frá upp-