Studia Islandica - 01.06.1967, Page 45
43
Ólafs sögu helga.1 I Friðþjófs sögu er talað um „hof mikit ok
goðablót ok skíðgarðr um hofit.“ Þar er einnig talað rnn, að
„konur þeirra bgkuðu goðin við eldinn,“ sbr. 7. og 10. lið.2
En þá er að gera grein fyrir þessum samsvörunum. Höf-
undur kann að hafa haft þessi verk sem fyrirmynd, en að
minnsta kosti sumar samsvaranimar kunna að vera tilviljun.
Hafi hann haft verkin sem fyrirmynd getur verið að hann
hafi haft þau við höndina, en einnig, að hann hafi notað þau
eftir minni.
Fyrst er að líta á Eyrbyggju. Líkindin við Eyrbyggju koma
fram i 1, 3, 4, 5, 6, 8, 9 og 10, mest þó í 5 og 8. Það er
engu síður athyglisvert, hve bygging lýsinganna er lík. Þrí-
vegis em þó atriði færð fram í Kjalnesinga sögu, 9.b í 3, 9.a
í 6 og innan 8. En tillit er tekið til þessa í framhaldinu. Mjög
athyglisverð em samskeyti 5 og 8, þar sem er engu líkara
en að höfundur Kjalnesinga sögu hverfi frá Eyrbyggju um
stund, en taki til aftur á nákvæmlega sama stað. Ennfremur
er það athyglisvert, að höfundur Kjalnesinga sögu virðist
hafa þekkt Eyrbyggjutexta skyldan AM 445 b 4to og AM
309 4to, eins og kemur fram í 8. og ef til vill einnig í 9. lið.3
Niðurstaðan verður því sú, að höfundur Kjalnesinga sögu
hafi haft Eyrbyggju fyrir framan sig.
Likindi við Alexanders sögu koma fram í 7. lið. Það kemur
þar sem innskot, þegar höfundur hverfur frá aðalheimild
sinni, Eyrbyggju, um stund. Forvitnilegt er að sjá, hvernig
smáatriði eins og vocabant í latneska textanum kemur fram
í Alexanders sögu og skilar sér þaðan í Kjalnesinga sögu.
Það er litill vafi á því, að höfundur Kjalnesinga sögu hefur
haft Alexanders sögu fyrir framan sig.
Um hin ritin er erfiðara að dæma. Líkindin eru töluverð,
en helzt til stutt til þess, að örugg niðurstaða fáist.
1 Den store saga om Olav den hellige l 1941, 350, Heimskringla II
1945, 230.
2 Die Friðþjófssaga 1914, 8, 23.
3 Þá verður að gera ráð fyrir því, að sameiginlegt forrit þessara
handrita með þessum sérkennum hafi verið eldra en Kjalnesinga saga og
því eldra en frá því um 1300.