Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 48
46
sýnir mikla staðþekkingu á Kjalarnesi og hefur verið gizkað
á, að hann hafi verið í Viðeyjarklaustri eða á sjálfu Kjalar-
nesi, sjá 1.0.
Um Hauk Erlendsson er helzt til lítið vitað.1 Faðir hans
var Erlendur Ólafsson lögmaður. 1 Árna biskups sögu segir
um Runólf ábóta: „Ábóti fór aptr um Helgafell ok utan um
Mýrar ok svá til Ferjubakka; tókst þá enn tal með þeim herra
Erlendi.“ 2 Þetta mun hafa verið 1290. Kona Erlends, en
ekki móðir Hauks, var Járngerður Þórðardóttir, sonardóttir
Böðvars í Bæ, af Melamannaætt.3 Bróðir hennar, ögmund-
ur, bjó í Bæ.4 Járngerður er nefnd í máldaga frá Nesi í Sel-
vogi, en Erlendur er þar ekki með.5 Máldaginn er því að lík-
indum skráður eftir lát hans 1312.6 I máldaganum eru einn-
ig nefnd Hálfdan og Valgerður. Valgerður var dóttir Erlends
og Járngerðar og er hún tvívegis nefnd í Hauksbók.7 Sonur
Erlends er talinn Jón Erlendsson á Ferjubakka, en hann er
ekki nefndur í Hauksbók.8 Af þessu má ráða, að Erlendur
hafi búið á Ferjubakka, að minnsta kosti um árið 1290.
Hann hefur ef til vill einnig átt Nes í Selvogi, eða einhverja
aðra jörð þar. Það er annars athyglisvert, að ekki er vitað,
hver Ólafur faðir Erlends var. Haukur rekur ætt sína alltaf
um Valgerði ömmu sína.9
1 Hauksbók 1960, vi-vii og rit, sem þar er vitnað i.
2 Biskupa sögur 11858, 785.
3 Sturlunga saga II 1946, 13. ættskrá.
4 Sturlunga saga II 1946, 13. ættskrá.
5 Diplomatarium Islandicum II 1893, 378.
6 Islandske Annaler 1888, 203, 342.
7 Landnámabók 1900, 22, 88.
8 Biskupa sögur 11858,381.
9 Hauksbók 1892-96, 69, 74, 88, 112, 115, 123, 444, 505. Jón Þorkels-
son nefnir þrjá menn, sem komi til greina sem feður Erlends lögmanns.
Þeir eru Ölafur Hauksson, Þorgilssonar frá Haga á Barðaströnd, Ölafur
Svartsson, sem bjó á Esjubergi, en hann átti son, sem hét Haukur, og
Ólafur tottur. Ekki er auðvelt að koma Ólafi Svartssyni í samband við
ætt Hauks, nema þá að árið 1238 bjargaði hann lífi Svarthöfða, en hann
var afi Steinunnar, konu Hauks. Liklegastur er Ólafur tottur, því að hann
er í Sturlungu nefndur mágur Flosa prests, en Flosi Bjarnason prestur
var faðir Valgerðar, Nokkur blöS úr Hauksbók 1865, iii-vi, sbr. Pétur Sig-
urösson 1940, 157-165.