Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 49
47
Móðir Hauks hét Jórunn.1 Ekki er vitað, hvort hún var
kona Erlends né hvar Haukur ólst upp. Það liggur þó beint
við að ætla, að hann hafi verið einhvers staðar í nágrenni
föður síns.
En það má athuga í Landnámugerð Hauks, hvert sé hans
sérstaka áhugasvæði. Um það hefur Jón Jóhannesson sagt:
„Mestur munur er á landnámssögum Stb. og Hh. á svæðinu
frá Kjalarnesi til Akraness, og mun Sth. vera þar víðast hvar
upprunalegri.“ 2
Um þetta má nefna nokkur atriði. Jón Jóhannesson segir
svo: „Samkvæmt Stb. var Flóki annan veturinn í Borgarfirði,
en Haukur segir, að hann hafi verið í Hafnarfirði, og bætir
við: „Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinxun ok kglluðu
þar Hvaleyri.“ Þetta er auðsælega staðsögn úr Hafnarfirði,
en um öll Suðurnes hefur Haukur verið kunnugur.“ 3
f Sturlubók segir: „Vifli gaf Ingolfr frelsi ok bygdi hann
at Vivils Toptum.“ Hauksbók segir: „æ Vivils staudum.“ 4
f Sturlubók segir: „æ milli Vlfars ær ok Leirv vogs“ og
nokkru síðar: „fra Leiruvogi til Mogils ár.“ Hauksbók segir:
„millim Vlfars ár ok Leiru vax ar“ og „millim Mogils ár ok
Leiruvags ar.“ 5
I Hauksbók er setning, sem virðist benda til kunnugleika
á Esjubergi, sjá 3.1., 11. lið, og 10.0.
Um landnám Þorsteins Sölmundarsonar greinir Sturlu-
bók og Hauksbók á og hefur Haukur þar vafalaust breytt.6
Sturlubók hefur Botnsá, en Hauksbók Bláskeggsá, en sú á
er ekki nefnd i Sturlubók.
Jón Jóhannesson bendir á sérkennilegt atriði í Sturlubók:
„Kolgrími er eignað land „út frá Botnsá til Kalmansár“, en
Finni „fyrir sunnan Laxá ok til Kalmansár“. Eftir því eiga
þeir að hafa numið að nokkru leyti sama land báðir.“ ...
1 Hauksbók 1892-96, 44.
2 Jón Jóhannesson 1941, 186, sbr. einnig 51 og 53.
3 Jón Jóhannesson 1941, 178, Landnámabók 1900, 5, 131.
4 Landnámabók 1900, 133, 8.
5 Landnámabók 1900, 134, 9.
6 Jón Jóhannesson 1941, 187-188, iMndnámabók 1900, 13, 136.