Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 50
48
„Haukur hefur viljað bæta úr ósamræminu og lætur Kol-
grím nema „Hvalfjarðarstrgnd ina norðri frá Bláskeggsá til
Laxár ok út til lœkjar þess, er fellr út frá Saurbœ“, en ekki
út til Kalmansár.“ 1
Um Ávang hinn írska í Botni segir Sturlubók: „þar var þa
svo storr skógr at hann giaurdi þar af hafskip.“ Hauksbók
bætir við: „ok lod þar sem nu heiter Ladhamarr." 2
Um Ásólf alskik, 21. kap. í Landnámu Hauks, segir Jón
Jóhannesson: „Mér þykir sennilegast, að Haukur hafi haft
sérstakan þátt af Ásólfi, ásamt allrækilegum ættartölum, sem
hann hefur ekki einungis stuðzt við í þessum kap., heldur
einnig í 15. kap. Fyrri hluti frásagnarinnar er auðsælega
runninn frá Holtverjum að einhverju leyti, en þó hlýtur sá,
er ritaði hana, að hafa verið ókunnugur þar eystra, því að áin
við Miðskála er þar kölluð frá, en hún er fyrir vestan Yzta-
skála. Hins vegar hefur hann verið vel kunnugur á Akra-
nesi.“ 3
Kap. 15, sem Jón Jóhannesson nefnir, er þátturinn um
örlyg, en um hann segir Jón Jóhannesson enn fremur: „Ég
er í engum vafa um, að Mb. og Stb. hafa staðið mjög nærri
texta Styrmisbókar í þessum kap., en Haukur hefur aukið
hann mjög. Af Kjalnesinga s. má sjá, að munnmælasagnir
hafa lifað mjög lengi um örlyg, enda studdust þær við grip-
ina, er geymzt höfðu frá dögum hans.“ 4
Kap. 24 í Hauksbók, um Hallkel, heldur Jón Jóhannesson
að sé eftir Hauk, eins og 15. og 21. kap. „Hefur þjóðsaga um
Hallkel gengið á Akranesi í sambandi við ömefnið Hallkels-
staði og einhvern fornan haug, sem þar hefur verið.“ 5
1 Jón Jóhannesson 1941, 190-191, Landnámabók 1900, 15, 136-137.
1 þessu sambandi má nefna, að Haukur leiðréttir ekki frásögnina um Kol-
bein klakkhöfða, sem keypti lönd milli Kaldár og Hítarár og bjó á Kol-
beinsstöðinn, en Kolbeinsstaðir eru norðan þessa svæðis og í landnámi
Þorgils knappa, Jón Jóhannesson 1941, 89-90.
2 Landnámabók 1900, 136, 13.
3 Jón Jóhannesson 1941, 190.
4 Jón Jóhannesson 1941, 187.
5 Jón Jóhannesson 1941, 192.