Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 52
50
Óvíst er, hvort Haukur hefur þekkt þessa sögu. Það er rétt
hugsanlegt, að lokaorð Breta sagna í Hauksbók stafi frá
Hauki: „Aðalstein goði ... hann fostradi Hakon svn Haralz
konvngs harfa(g)ra.“ 1 Þetta væri þó frekar sótt í Haralds
sögu hárfagra.2 En Hákon Aðalsteinsfóstri var að sjálfsögðu
alkunnur.
4.3. Ólafs saga Tryggvasonar. Finnur Jónsson henti á,
að eitt þeirra rita, sem höfundur Kjalnesinga sögu hefði sótt
hoflýsinguna í, væri Ólafs saga Tryggvasonar í Heims-
kringlu eða Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta, sjá 3.2.
I Landnámu Hauks segir: „Ormr skogamef er fell a Orm-
inum langa med Olavi konungi.“ 3 Ormur er ekki nefndur
í Sturlubók, en aftur á móti í Melabók, og má því ætla, að
hann hafi verið nefndur í Styrmisbók.4 En í Melabók er
ekki sagt, að hann hafi fallið á Orminum langa með Ólafi
konungi. 1 Ólafs sögu Tryggvasonar er Ormur skógarnef
talinn meðal skipverja á Orminum langa.5 Þetta getur verið
viðbót Hauks.6
I Sturlubók segir: „Þorir farmadr. Hann let giaura KnauR
i Sogni. þann vigdi Sigurdr byskup,“ í Hauksbók segir: „Þor-
ir farmaðr mikill. hann let gera knorr i Sogni. þann vigði
Sigvrðr byskvp hinn riki er var með Olafi konvngi TryGva
s(yni) en skirði Þori.“ 7 Þetta kann að vera viðbót Hauks.8
Sigurðar biskups er víða getið, en í Ólafs sögu Tryggvasonar
hinni mestu er hann nefndur Sigurður ríki.9
1 Hauksbók ÍS92-96, 302.
2 Heimskringla 11941, 144.
3 Landnámabók 1900, 109, Jón Jóhannesson 1941, 181.
4 Jón Jóhannesson 1941, 120, Landnámabók 1900, 236.
5 Saga Óláfs Tryggvasonar 1932, 216, 250, Heimskringla 11941, 346,
Óláfs saga Tryggvasonar en mesta 11 1961, 207.
6 Bróðir eða hálfbróðir Orms skógarnefs er talinn Gunnar á Hlíðar-
enda. Þeir voru komnir af Kjarvali frakonungi samkvæmt Hauksbók,
Landnámabók 1900, 107, og því skyldir Hauki, sjá 5.6.
7 Landnámabók 1900, 200, 83.
8 Jón Jóhannesson 1941, 201-202, 202 nm.
9 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta 1 1958, 249. Þetta er talið komið
úr Ólafs sögu Gunnlaugs, Bjarni Aóalbjarnarson 1937, 93.