Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 54
52
er nefndur Torf-Einar.1 1 Haralds sögu hárfagra og Orkn-
eyinga sögu eru Haraldur og Einar saman komnir í einu
riti og reyndar á sömu blaðsíðu, eins og í Kjalnesinga sögu,
Kjaln. 27. Það getur því verið, að höfundur Kjalnesinga sögu
hafi tekið þessi nöfn úr öðru hvoru þessara rita. En Haraldur
var að sjálfsögðu alkunnur.
1 Ólafs sögu helga segir: „Þeir hittusk um haustit í Úlf-
reksfirði, frakonungr ok Einarr jarl ór Orkneyjum.“ 2 fra-
konungur er hér Konofogor. Að vísu er hér átt við Einar Sig-
urðarson Orkneyjajarl. Hugsanlegt er þó, að bæði nöfnin séu
tekin hér.
í Kjalnesinga sögu segir, að Búi fór til Þrándheims og
„kom til Steinkera,“ Kjaln. 27, og að Búi spurði til konungs
„at hann var at Steinkerum,11 Kjaln. 35. í Grettis sögu segir,
að „Sveinn jarl sat inn í Þrándheimi at Steinkerum.“ 3 í
Fagurskinnu er talað um Eirík jarl og Svein jarl í sambandi
við Steinker.4 f Ólafs sögu helga er talað um Steinker í sam-
bandi við Svein jarl, Einar þambarskelfi og Ólaf konung.5
Konofogor, Einar jarl Rögnvaldsson og Steinker koma fyr-
ir í Kjalnesinga sögu og Heimskringlu og reyndar í Ólafs
sögu helga einni. Það liggur því beint við, að heimild höf-
undar Kjalnesinga sögu hafi verið Heimskringla, eða Ólafs
saga helga í Heimskringlu, eða Ólafs saga hin sérstaka.6
í Fóstbræðra sögu segir frá því, að Þorgeir kemur til Orkn-
eyja. í Möðruvallabókartexta segir: „Skipit kom við Orkn-
eyiar. Raugnvalldr Brusason var þa buinn til hemaðar, þvi
at vikingar marger lagu við eyiarnar þeir er ræntu buendr
ok kaupmenn, ok villdi Ravgnvalldr refsa þeim sin illvirki.
Þorgeirr selr þa skip sitt ok riez hann i lið með Raugn-
1 Hcimskringla 11941, 154—155, Heimskringla 11 1945, 158-159.
2 Heimskringla 111945, 128.
3 Grettis saga 1936, 80.
4 Fagrskinna 1902-03, 138, 148.
5 Heimskringla II 1945, 52-53.
6 Den store saga om Olav den hellige I 1941, Konofogor, 189, 237,
Konofogor og Einar jarl úr Orkneyjum, þ. e. Sigurðarson, 189, 237, Torf-
Einar jarl Rögnvaldsson, 230, Steinker, 83-85.