Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 57
55
Laxdælu (43. kap.) kveður Ingibjörg konungssystir Kjartan
Ólafsson með þessum orðum: „Hvergi mun ek leiða þik; far
nú vel ok heill.“ Kolfinnur var „snemma mikill ok ósýniligr,
svartr á hár“, en í Laxdælu (63. kap.) er Lamba Þorbjarnar-
syni þannig lýst, að hann var „svartr á hár ok skrúfhárr ok
heldr ósýniligr ok þó garpligr“. Helgi bjóla er sagður „nyt-
menni mikit í fornum sið“, en í Laxdælu (78. kap.) segir um
Þorkel Gellisson, að hann „var it mesta nytmenni“. Grímur,
sonur Korpúlfs, er sagður „fráligt mannsefni“, en Auðgísl
Þórarinsson „var fráligr maðr“ að sögn Laxdælu (67. kap.).“
Ein þessara orðalagslíkinga er athyglisverð, en það eru orð
Fríðar við Búa. Þama er ekki eingöngu um orðalagslíkingu
að ræða, heldur eru aðstæður svipaðar, íslenzkur kappi er
að kveðja kunnleikakonu sína í Noregi.1 Auk þessa em mörg
atriði almennara eðlis sameiginleg þessum sögum, sjá 2.1.—.
Höfundur Kjalnesinga sögu kann því að hafa þekkt Laxdælu.
Jón Jóhannesson benti á, að Haukur hafi þekkt Laxdælu.2
4.7. Eyrbyggja saga. Finnur Jónsson benti á, að ein
heimild Kjalnesinga sögu að hoflýsingunni væri Eyrbyggja.
Eyrbyggja er aðalheimild Kjalnesinga sögu i þeim kafla, og
höfundur Kjalnesinga sögu virðist hafa notað handrit af
sama flokki og AM 445b 4to og AM 309 4to, sjá 3.2.
í Landnámu í Hauksbók er vitnað í Eyrbyggju: „vmm þat
orti Þorarinn Máflidinga visur epter þui sem seger i Eyr-
byGia sogu.“ 3 Jón Jóhannesson álitur, að þetta sé frá Hauki
komið og hann hafi notað Eyrbyggju.4 Ein vísan er tekin
upp í Hauksbók. Um það segir Jón Jóhannesson: „Þriðji
fjórðungur vísunnar er allur annar í Hb. en í þeim hand-
ritum Eyrb. s., sem nú þekkjast. Sá fjórðungur er nú lítt skilj-
1 Þessi kafli úr Laxdælu er tekinn upp i Ólafs sögu Tryggvasonar
hina mestu, „huergi mun ek leiða þik s(agði) hun ok far nv heill,“ í einu
handriti „vel ok heill,“ Óláfs saga Tryggvasonar en mesta II 1961, 209.
2 Jón Jóhannesson 1941, 150-151, 156. Haukur rekur sjálfur ætt sina
frá Gesti Oddleifssyni, Landnámabók 1900, 44, en frá honum er sagt í
Laxdælu.
3 Landnámabók 1900, 28.
4 Jón Jóhannesson 1941, 148-149.