Studia Islandica - 01.06.1967, Side 60
58
hafi þekkt hana. Þó má líta á eitt atriði. 1 Breta sögum í
Hauksbók segir: „varv með Lvcio þersir hofþingiar Philippvs
Girkia konvngr Manasar Serkia konvngr.“ 1 1 öðru handriti
Breta sagna, sem geymir miklu lengri gerð, AM 573 4to, áð-
ur Thott 1763 4to, segir: „Ephistromus Grickia konúngr, oc
Matezar Serkia konúngr.“ 2 Ephistromus fer nálægt texta
Geoffreys of Monmouth, en hann notar myndina Epistro-
phius.3 Þetta kann að vera breyting Hauks, en þó er að sjálf-
sögðu mögulegt, að Haukur hafi þetta eftir forriti sínu.4
Philippus konungur Girkja er nefndur í Alexanders sögu.5
Ef átt er við hann, er þó um allnokkra tímaskekkju að ræða.
4.11. Örvar-Odds saga. Jóhannes Halldórsson segir svo:
„Kjalnesinga sögu svipar um margt til fornaldarsagna, eink-
um um þá atburði, sem gerast í Noregi. Líking um orðaval er
með henni og Örvar-Odds sögu (elztu gerð). Virðist lýsing
Búa um sirmt sniðin eftir lýsingu örvar-Odds.“ 6 Líkingar
þær um orðaval, sem Jóhannes Halldórsson nefnir, eru þess-
ar: „Aldri vildi Oddr blóta,“ 7 „Hann vildi aldri blóta,“
Kjaln. 9, „Qrmal sinn á baki, en boga í hendi; engi hafði
hann Qnnur vápn,“ 8 „Hann vildi ok aldri með vápn fara,
heldr fór hann með slöngu eina ok knýtti henni um sik jafn-
an,“ Kjaln. 9, „skeggbQrn," 9 „skeggbarn,“ Kjaln. 31, „ok
var maðrinn inn Qldurmannligsti,“10 „öldurmannligr,“
Kjaln. 31. Við þetta má ef til vill bæta, að Ölvör er írsk og
gefur Oddi skyrtu,11 en Esja er talin írsk og gefur Búa
skyrtu, Kjaln. 5, 21, sjá 2.31. Um vopnin sbr. þó einnig 7.3.
Þessi atriði eru helzt til almenns eðlis til þess, að hægt sé
1 Hauksbók 1892-96, 291.
2 Trójumanna saga ok Breta sögur 1849, 3, 106 nm.
3 Trójumanna saga ok Breta sögur 1849, 106 nm.
4 Hauksbók 1892-96, cix.
5 Alexanders saga 1925, 1, 2, 8, 10, 25, 85.
6 Kjalnesinga saga 1959, xiii.
7 Qrvar-Odds saga 1888, 9.
8 Qrvar-Odds saga 1888, 9.
9 Qrvar-Odds saga 1888, 41, 43.
10 Qrvar-Odds saga 1888, 169-171.
11 Qrvar-Odds saga 1888, 81.