Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 61
59
að draga af þeim niðurstöðu. Sum þeirra koma fyrir annars
staðar. Einstökum orðum er vart að treysta, þannig kemur
öldurmannlegastur fyrir annars staðar og hefur að auki varla
verið mjög sjaldgæft í málinu.1 Þó kann að vera, að höfund-
ur Kjalnesinga sögu hafi þekkt Örvar-Odds sögu.
1 Heiðreks sögu í Hauksbók er vitnað í Örvar-Odds sögu:
„forv þeira skipti sva sem greinir i Orvaroðz sogv.“ 2 Um
þetta segir Jón Helgason: „Om kampen paa Samso,... har R
og U en udforlig beretning, som dog for en stor del bestaar
af vers. I H er dette erstattet med et ganske kort uddrag og
en henvisning til Qrvar-Odds saga, hvilket naturligvis er
uoprindeligt. Haukr eller maaske en ældre afskriver, som
har været i besiddelse af Qrvar-Odds saga, har ikke brudt sig
om at ofre tid og pergament paa afskrivning af et afsnit,
som han allerede havde, om end i en noget afvigende form.“ 3
Engin ástæða er til að efast um, að hér hafi Haukur sjálfur
verið að verki.
4.12. Gautreks saga. 1 Kjalnesinga sögu segir um Kol-
finn: „Hann lagðist á eldgróf ok beit börk af viði steiktan,“
Kjaln. 9. Þetta má bera saman við frásögnina af Gjafa-Ref
í Gautreks sögu: „Þá er hann var ungr, lagðizt hann í ellda-
skála ok beit hrís ok bQrk af trjám.“ 4 Báðir eru kolbítar, en
líkindin eru nokkuð sérstök. Sbr. 2.11., 2.25., 2.26. Þetta gæti
bent til þess, að höfundur Kjalnesinga sögu hafi þekkt frá-
sögnina af Gjafa-Ref.
Jón Jóhannesson hefur hent á, að Haukur hafi þekkt þessa
sögu: „1 87. kap. hefur Haukur bætt við viðurnefni Gautreks
konungs: „ins Qrva“ (408). Mun hann hafa þekkt Gautreks
s. eða a. m. k. þáttinn af Gjafa-Ref. Samkvæmt þeirri heim-
ild hefur hann kallað Nereið jarl inn sínka . .. en í Stb. er
hann kallaður inn gamli (22935).“ 5
1 Morkinskinna 1932, 329.
2 Hauksbók 1892-96, 353.
3 HeiSreks saga 1924, lxvii.
4 Die Gautrekssaga 1900, 26.
5 Jón Jóhannesson 1941, 182-183.