Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 66
64
holti.1 Það er því hugsanlegt, að þessi líkindi með Hauksbók
og Uppsala Eddu bendi til vestlenzkrar textageymdar. Um
þekkingu Hauks á Snorra-Eddu má e. t. v. einnig nefna, að í
Hauksbókartexta Heiðreks sögu segir: „Reiðgotaland, - þat
heitir nú Jútland," sbr. Snorra-Eddu: „þat heitir nú Jótland,
er þá var kallat Reiðgotaland.“ 2
Að lokum má nefna, að í Rreta sögum er athyglisverður
staður, þar sem sagt er frá Pallas. Pallas fellur fyrir Turnus
og er grafinn. 1 texta AM 573 4to, áður Thott 1763 4to, segir
síðan: „ok mörgum hundruðum vetra síðar, er til var leitað,
fanz hann ófúinn.“ 1 Hauksbókartexta segir: „En á dögum
Sigurðar konúngs Jórsalafara ok þess keisara dögum er Hein-
rekr hét, annarr með því nafni,... þá fundu þeir þenna hans
líkama úfúinn í steinþrónni.“ 3 Finnur Jónsson bendir á, að
þetta sé tímaskekkja, þvi að þessir menn voru ekki uppi sam-
tíða, en e. t. v. sé átt við Heinrek fimmta og u. hafi verið lesið
sem ii.4 Til samanburðar má nefna, að í Konungsannál segir
við árið 1107: „Heinrekr keisari .vus. ricti .xx. ár. Sigvrðr
konvngr fór ór lanndi til Iorsala.“ 5 Sá, sem þessu breytti,
ef til vill Haukur, kann því að hafa stuðzt við annál. At-
huga má, að Sigurður Jórsalafari var sonur Magnúsar ber-
fætts, sjá hér að framan. Reyndar getur verið, að þessum
kafla hafi verið breytt meira, ef til vill með hliðsjón af annál.
AM 573 4to hefur hér styttri texta. Það, sem Hauksbókartexti
hefur fram yfir, á sér hliðstæðu í Flateyjarannál og Odda-
verjaannál við árið 1053, og þessa atriðis er reyndar örstutt
getið í Konungsannál einnig.6 En þetta þarf nánari rann-
sóknar við.
1 Jón Helgason 1958, 53.
2 HeiSreks saga 1924, 41, Edda Snorra Sturlusonar I 1848, 26.
3 Trójumanna saga ok Breta sögur 1848, 119 nm., 118.
4 Hauksbók 1892-96, cvi.
5 lslandske Annaler 1888, 111.
6 Flaleyjarbok III 1868, 508, Islandske Annaler 1888, 470, 108.
Gustav Storm bendir á, að kaflinn um Pallas í annálum sé úr Vincentius
Bellovacensis, Speculum Historiale, Islandske Annaler 1888, lxxxi.