Studia Islandica - 01.06.1967, Side 71
69
sem nefnd er hjá Arngrími Jónssyni lærða, en það er hofið
í Kjalnesinga sögu, sjá nánar 3.2. Af þessum lýsingum kem-
ur 1 fyrir hjá Hauki og 2 og 4 aðeins hjá honum.
5.3. Kristni og blót. Þessi atriði koma nokkuð víða fyrir
i Kjalnesinga sögu. Helgi bjóla er sagður „blótmaðr litill,“
Kjaln. 3.1 upphafi kaflans um örlyg segir: „1 þann tíma var
Irland kristit,“ Kjaln. 3-4. Sjá nánar um hann í kafla 3.1. Þá
kemur hoflýsingin og blótkelda, sjá 3.2. Mikið er gert úr
því, hve Þorgrimur goði var mikill blótmaður, Kjaln. 7 og 9.
Um söguhetjuna Búa segir: „Hann vildi aldri blóta ok kveðst
þat þykja lítilmannligt at hokra þar at,“ Kjaln. 9. Vegna
þess er Búi gerður sekur skógarmaður, Kjaln. 9-10. Siðan
brennir Búi hofið að Hofi og verður Þorsteini að bana, þar
sem hann liggur fyrir Þór, Kjaln. 12-13. Vegna þessa verkn-
aðar verður hann að setjast að í helli, Kjaln. 14, og faðir hans
er drepinn, Kjaln. 16. Vegna þess, að Búi hafði brennt inni
goðin, verður hann síðan að fara sendiferð fyrir Harald kon-
ung, Kjaln. 28. Loks segir svo: „Þá stóð enn kirkja sú at
Esjubergi, er Örlygr hafði látit gera; gaf þá engi maðr gaum
at henni; en með því at Búi var skírðr maðr, en blótaði aldri,
þá lét Helga húsfreyja grafa hann undir kirkjuveggnum in-
um syðra,“ Kjaln. 43. Loks er gerð grein fyrir jámklukku
og plenarium, Kjaln. 43-44.
Áþekk atriði koma fyrir hjá Hauki. Um kristna menn má
benda á frásögur Hauks af örlygi og Ásólfi alskik í Land-
námabók.1 Einmitt þessar frásagnir eru mjög frábrugðnar
Sturlubókartexta. Jón Jóhannesson álítur, að Haukur hafi
aukið og breytt báðum þessum köflum mjög.2
1 Landnámu Hauks er sagt frá Úlfljótslögum og þar er
lýsing á hofum.3 Þessi kafli er ekki i Sturlubók, en Jón Jó-
1 Landnámabók 1900, 10-11, 13-15.
2 Jón Jóhannesson 1941, 187, 189. Um kaflann um Ásólf segir Jón
Jóhannesson 1941, 190: „21. kap. í Hb. er á alröngum stað, of framarlega,
en enga skýringu er hægt að finna á þvi, nema vera skyldi, að Haukur
hefði verið svo bráðlátur að segja frá hinum kristnu mönnum.“
3 iMndnámabók 1900, 95-96.