Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 72
70
hannesson telur þó sennilegt, að hann hafi verið í Styrmis-
bók.1 1 Hauksbók segir um Ásgeir kneif: „AsgeiR hafnaði
sialfraði blotvm.“ 2 Þessi setning er hvorki i Melabók né
Sturlubók, og Jón Jóhannesson álítur, að hún geti jafnt verið
viðauki Hauks sem Styrmis.3 1 kaflanum um Flóka segir
Sturlubók: „Floki Vilgerdar son het madr. Hann var vikingr
mikill. Hann for at leita Gardarshólms. ok sigldi þar vt er
heiter Flokavardi." En Flauksbók segir: „Floki Vilgerdar son
het vikingr mikill. hann bióst af Rogalandi at leita Sniólandz.
þeir lagu i Smiorsundi. hann feck at blóti miklu ok blotadi
Rafna ííj. þa er honum skylldu leid vísa. ... þeir lodu þar
varda er blotid hafdi verit ok kolludu Floka varda.“ 4
í Hauksbók er Kolli Hróaldsson kallaður Hof-Kolli.5 Þetta
er hvorki í Melabók, Sturlubók né Laxdælu, og verður ekki
séð, hvaðan Haukur hefur þetta.6 I Hauksbók segir: „af þvi
for Loptr hinn gamli systvr s(vn) Flosa at blota a Gavlvm
at Flosa var vfritt i Noregi.“ 7 Þetta er ekki í samsvarandi
kafla í Sturlubók. En síðar er sagt nánar frá blóti Lofts og þá
nálega eins í Hauksbók og Sturlubók.8
5.4. Nafngiftir. Eitt atriði má nefna hér um nafnaval
höfundar Kjalnesinga sögu. Sonur Helga bjólu er í sögunni
Þorgrímur, sem var „blótmaðr mikill,“ Kjaln. 7. Móðir hans
hét Þómý og sonur hans Þorsteinn, en í hofi þeirra var Þór
mest tignaður. Höfundur sögunnar hefur vafalaust ekki gef-
ið þessu fólki nöfn út í bláinn. Hann hefur haft Þór í huga
við nafnavalið.
Haukur Erlendsson hefur velt fyrir sér sama atriði: „Þad
er fródra manna sogn ad þad være sidur i firndinne, ad
1 Jón Jóhannesson 1941, 159, sbr. Olaf Olsen 1966, 37.
2 Landnámabók 1900, 104.
3 Jón Jóhannesson 1941, 179.
4 Landnámabók 1900, 130, 5, sbr. lón Jóhannesson 1941, 177-178.
5 Landnámabák 1900, 43.
6 Jón Jóhannesson 1941, 151.
7 Landnámabók 1900, 112. Á þessum stað í Landnámu rekur Hauk-
ur ætt sina til Flosa. Loftur var þá skyldur Hauki.
8 Landnámabók 1900, 114, 223.