Studia Islandica - 01.06.1967, Side 74
72
sjaldgæfir í sögum. En samkvæmt rannsóknaþætti Grágásar
átti sá, sem rannsakaði hús annarra, að hafa þrjátíu menn.1
Loks má e. t.v. nefna þessa frásögn í sögunni: „þeir festu
öll þessi mál, Búi ok Þorgrímr, undir dóm inna beztu manna.
Þeim málum var upp lokit um várit á várþingi; höfðu þeir
þat upphaf at þessum málum ok sættum, at Búi skyldi fá
Helgu Þorgrímsdóttur; en fégjöld þau, sem dæmdust á Búa,
skyldi vera heimanfylgja Helgu; sá þeir þat, sem var, at þau
Búi áttu hvern pening eptir hans dag,“ Kjaln. 41.
Haukur Erlendsson var lögmaður. Það kemur fyrir, og þó
ekki vonum meira, að lagaleg atriði gægist fram í textinn
hans. I Fóstbræðra sögu, Möðruvallabókartexta, segir: „Þor-
ir seger: „Hvart ertu aðili malsins?“ Svipað stendur í Flat-
eyjarbókartexta. I Hauksbók segir: „Þorir svarar: „Ertv
nokot rettr sœkiandi þersa mals?“ 2
5.6. Irland. Atriði, sem snerta Irland, eru nefnd á nokkr-
um stöðum i Kjalnesinga sögu. „Maðr hét örlygr; hann var
írskr at allri ætt,“ Kjaln. 3. „f þann tíma var frland kristit,“
Kjaln. 3-4. „þar réð fyrir Konofogor írakonungr,“ Kjaln. 4.
Sbr. einnig Patrek og Kolumba, Kjaln. 4. Um þetta sjá einnig
3.1. „Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip ...,“ Kjaln.
5., „þar váru á írskir menn,“ Kjaln. 5., „plenarium ... ok er
irskt letr á,“ Kjaln. 44.
Nokkrar af söguhetjimum eru írskar, örlygur, Andríður,
Esja og Kolli, og þannig er Búi af írskri ætt, þótt þess sé
ekki getið sérstaklega. En það er athyglisvert, að höfundur
telur örlyg írskan. Hann virðist hafa haft fyrir sér Land-
námutexta, sjá 3.1., og þar hefur örlygur verið talinn nor-
rænn að ætt, en fóstraður í Suðureyjum. í sögum er oft mið-
að við rikisstjómarár konunga, t. d. Haralds hárfagra, sem
reyndar kemur fyrir í Kjalnesinga sögu. En í Kjalnesinga
1 Grágds II 1852, 166. Þetta er hvorki í Járnsíðu né Jónsbók. Við
húsrannsókn í Fóstbrœðra sögu, sjá 4.5., eru 15+20 menn, FóstbrœSra
saga 1943, 244—2+5. 1 einni gerð Fóstbræðra sögu, AM 142 fol., eru
mennirnir þó 15 + 15, Membrana Regia Deperdita 1960, 143-144.
2 FóstbrœSra saga 1925-27, 89.