Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 77
75
ingi.. 1 Þetta er lítilvægt, en ef til vill kemur þama fram
hugur Hauks til fra.
f Sturlubók segir: „Audun atti Myrunu dottur Maddadar
fRa konungs.“ f Hauksbók segir þess í stað: „hann att(i)
Mýmnu dottur Biadmaks Ira konungs." 2 Maddaður íra-
konungur kemur fyrir annars staðar.3 En Bjaðmakur virð-
ist annars vera óþekktur. En nafnliðirnir em þekktir, Bjað-
í Bjaðmunja eða Bjaðmynja og Bjaðgk, -makr í Kormakr.4
Jón Jóhannesson bendir á, að e. t.v. hafi Haukur þetta nafn
úr Styrmisbók, en Sturla hafi breytt því. Þá sé kaflinn stytt-
ur i Melabók, en þar er Mýrúnar ekki getið.5 6
í þessu sambandi má einnig líta á Breta sögur. í AM 573
4to, áður Thott 1763 4to, segir: „Artus konúngr gaf Beduero
byrla sínum þat ríki, er nú heitir Norðmandi.“ c Þetta kem-
ur allvel heim við Geoffrey of Monmouth: „Tunc largitus
est Beduero pincernæ suo Neustriam, quæ nunc Normannia
dicitur.“ 7 En í Hauksbókartexta segir: „hann gifti Biaðvorv
dottvr sina Estrvsiam skenkiara sinvm.“ 8 Siðar er rétt frá
greint í Hauksbók um þennan mann, „Boðvero... Boðveri.“ 9
Haukur hefur munað eftir nafnliðnum Bjað- á írskum kon-
um og notar hann á þessa dóttur, sem hann diktar upp handa
Artúri. Bjaðmynja kemur einmitt fyrir í Magnúss sögu ber-
fætts, sem Haukur hefur þekkt, og er þar gift Sigurði Jór-
salafara, syni Magnúsar, og því frænda konu Hauks, sjá
um hann 4.15. Um þekkingu Hauks á Orkneyinga sögu sjá
4.15. og um Heimskringlu 4.2., 4.3., 4.4. og 4.15.
1 Landnámabók 1900, 229, 122.
2 Landnámabók 1900, 151, 30.
3 Flateyjarbok II 1862, 379—380.
4 Bjaðmunja, Orkneyinga saga 1965, 100, Bjaðmynja, Magnúss saga
berfætts, Heimskringla III 1951, 224, Bjaðgk, Haraldssona saga, Heims-
kringla III 1951, 321. Því má e. t. v. bæta við, að í Lancelot kemur fyrir
Bademagu konungur, sbr. 9.0. nm.
5 Jón Jóhannesson 1941, 181.
6 Trójumanna saga ok Breta sögur 1849, 97 nm.
7 Trójumanna saga ok Breta sögur 1849, 97 nm.
8 Hauksbók 1892-96, 289, sbr. cviii.
9 Hauksbók 1892-96, 293.