Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 80
78
Þess verður að gæta, að ritáhrif í Kjalnesinga sögu koma
oftlega fram í bókmenntalegum atriðum. Þau er því til-
tölulega erfitt að sannreyna. Ritáhrif í uppskriftum Hauks
koma aftur á móti að mestu fram í sagnfræðilegum atrið-
um. Þau er því auðveldara að sannreyna. Stundum virðast
höfundar hafa flett upp og haft ritin fyrir sér, sjá 3.1. og
3.2., en annars stuðzt við minnið eða orðið fyrir áhrifum
ómeðvitað. En hvernig sem því er varið, bendir það til þess,
að höfundarnir hafi einhvem tíma heyrt, lesið eða öllu held-
ur iðkað þau rit, sem um ræðir.
önnur atriði, sem rakin voru i 5.1.-5.6., voru: Fornleifar
og tímasetning, mælingar, kristni og blót, nafngiftir, lög og
loks frland. Ýmis þessara atriða eru mjög almenns eðlis og
verður ekkert af þeim ráðið. önnur eru sérstæðari, t. d. mæl-
ingar og nafngiftir. Einnig írland, sérstaklega þó það, að
menn eru gerðir írskir. Við þetta má svo hæta Kjalarnesi,
sjá 4.0.
Þessi líkindi má skýra á fleiri en einn veg. Hugsanlegt
er, að Haukur sé höfundur Kjalnesinga sögu. Einnig er
hugsanlegt, að höfundur Kjalnesinga sögu og Haukur séu
fulltrúar sama tíma, landshluta og menntunar og líkindin
megi skýra á þann hátt. Loks er hugsanlegt, að líkindin séu
í rauninni ekki eins mikil og virðist í fljótu bragði, enda ber
að leggja áherzlu á, að þau sérkenni, sem hér hafa komið
fram, er ekki hægt að meta til fulls, nema með víðtækari
samanburði við samtímarit en hér hefur verið gert.
Þó má e. t. v. líta nánar á þann möguleika, að Haukur sé
höfundur sögunnar. Haukur er lögmaður 1294^1295, að þvi
er talið er.1 Næst er vitað um hann í janúar 1302, og þá er
hann lögmaður í Osló.2 Á fslar.di hefur hann verið árin
1306-1308.3 Ef setningin: „Sú in sama jámklukka hekk þá
fyrir kirkjunni á Esjubergi, er Ámi biskup réð fyrir stað,
Þorláksson,... Ámi biskup lét ok þann sama plenarium fara
1 Jón Jóhannesson 1958, 231 nm.
2 Hauksbók 1892-96, ii.
3 Jón Jóhannesson 1958, 273, 282.