Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 84
82
arnir um örlyg í Kjalnesinga sögu og í Landnámu Hauks
væru líkari, ef höfundur væri einn. í Kjalnesinga sögu er
t.d. mælt í fetum, þótt það geti að vísu stafað frá forriti, sjá
3.2., en Haukur mælir hvað eftir annað í álnum, sjá 5.2.1
Sagan getur einnig verið rituð á þeim tíma, þegar Haukur
var í Noregi. Þetta hvetiu- til varkárni um niðurstöður.
E. t.v. mætti komast nær þessu með víðtækari samanburði
við samtímarit, eins og áður var nefnt, og einnig með athug-
un á máli og stíl Kjalnesinga sögu og texta Hauks og um leið
samanburði við samtímarit. En það torveldar samanburð, að
textageymd Kjalnesinga sögu er óviss og textar Hauks eru
ekki frumsamin rit.
Niðurstaða af þessum athugunum verður því sú, að ónóg
rök séu til þess að telja Hauk höfund Kjalnesinga sögu.
Nú má minna á, að þegar Haukur skrifar og lætur skrifa
Hauksbók, sennilega 1306-1308, hefur hann mikinn bóka-
kost. Hann hefur jafnvel tvo texta sumra rita, þannig bæði
Landnámu og Heiðreks sögu.2 Hann hefur meðal annars
Styrmisbók Landnámu og veit eða telur, að það sé bók Styrm-
is príors í Viðey. Um Rím II og Algorismus athuga 5.2.
Hann hefur sex íslenzka skrifara sér til hjálpar við þann
hluta Hauksbókar, sem er skrifaður hér á landi, sjá 4.0. Þessi
ár er talið, að hann hafi haft sýslu milli Þjórsár og Botnsár,
og þar eð hann var vafalítið af Suðvesturlandi, er heldur
sennilegt, að hann hafi setið á þeim slóðum. Hann hefur
sennilega setið á eða í nágrenni við eitthvert menntasetur.
Það má gizka á, að þetta menntasetur hafi verið Viðey. Mik-
ið af lærdómi Hauks hefur þó verið til komið fyrir þennan
tíma, en sennilega einnig á Suðvesturlandi.
Höfund Kjalnesinga sögu er einnig eðlilegt að tengja Suð-
vesturlandi, Kjalarnesi eins og Jóhannes Halldórsson gerir
eða Viðey eins og Finnur Jónsson, sjá 1.0.
1 Sbr. einnig vig Þorsteins, Kjaln. 12, og Sven B.F. Jansson 1945,
241-242. Einnig það, að Haukur veit, að börn Ketils flatnefs voru kristin,
Landnámabók 1900, 30-31, 152, sbr. 3.1., 3. lið.
2 HeiSreks saga 1924, lxxvii, lxxxv.