Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 92
90
leif að ræða, en að sjálfsögðu er það mjög algengt í sögum
að gefa hringa.
3. Der Sohn zieht aus, um den Vater zu suchen. Þannig
persnesku, rússnesku og írsku sögurnar og einnig Kjalnes-
inga saga. f Hildibrandskviðu er faðirinn á heimleið.
4. Es ist dem Sohn untersagt, seinen Namen zu nennen.
Þannig persnesku og írsku sögurnar. Þetta er ekki í rúss-
nesku sögunni. f Hildibrandskviðu trúir sonurinn föðurnum
ekki, þegar hann segist vera Hildibrandur, en í Kjalnesinga
sögu trúir faðirinn syninum ekki.
5. Vater und Sohn begegnen einander zwischen zwei
Heeren. Þannig rússneska sagan og Hildibrandskviða og
áþekkt í persnesku og írsku sögunum. í Kjalnesinga sögu
er ekki um þetta að ræða.
6. Die Helden erkennen einander nicht. Þannig rúss-
nesku og persnesku sögumar. í írsku sögunni hefur Cú Chu-
lainn hugboð um, hver hinn sé. í Hildibrandskviðu segir
sonurinn til sín og faðirinn einnig, en sonurinn trúir honum
ekki. í Kjalnesinga sögu segir sonurinn til sín, en faðirinn
trúir ekki.
7. Der Kampf verlauft in mehreren Etappen, und im An-
fang ist der junge Held Sieger. Þannig persnesku, rússnesku
og írsku sögurnar og einnig Kjalnesinga saga. Hér þrýtur
Hildibrandskviðu, en í Þiðriks sögu kemur þetta einnig fyrir.
8. Der Vater kann den Sohn nicht durch Mut und Kraft
allein uherwinden. Frá þessu segir á ýmsan hátt. í persnesku
sögunni beitir Rustam sérstöku bragði. í rússnesku sögunni
biður flia til Guðs. í írsku sögunni Aided Óenfir Aife getur
Cú Chulainn aðeins sigrað með sérstöku vopni, gáe bulga.
Somn- hans, Conla, segir þá: „fs ed ón tra,“ ol sé, „náro múin
Scáthach domsa! Mairg nom chréchtnaigis,“ „That is what
Scáthach did not teach me!“ said he. „Woe to you who have
wounded me!” 1 En móðir hans var systir Scáthach.2 í Þið-
1 Compert Con Culainn 1955, 15, Myles Dillon 1958, 18.
2 Rudolf Thurneysen 1921, 404 nm.