Studia Islandica - 01.06.1967, Page 100
98
i Suia riki.“ Þetta getur bent til þess, að turnsetan hafi staðið
í sambandi við lausnargjald.1
Þessi ár hefur Haukur verið í Noregi. Hann kemur við
bréf í júní og síðar í desember 1316 í Björgvin. 1 bréfi frá
sama degi er þó annar maður nefndur Gulaþingslögmaður.
Sumarið 1318 er hann í Osló og síðar í Túnsbergi og er þá
nefndur Gulaþingslögmaður. Þá um svunarið gefur konung-
ur Maríukirkju i Osló garð Hauks, án efa Auðunargarð í
Björgvin, sem konungur hafði keypt. Eftir jól 1318 er Hauk-
tn- í Osló. 1 júní 1319 er hann í Osló og er við samningsgjörð
við Svía um konungstekju Magnúsar Eiríkssonar. Árin 1321
og 1322 er Haukur Gulaþingslögmaður.2
Haukur hefur því haft manna bezta aðstöðu til að verða
Gizuri galla að liði þessi ár. Ef Gizur hefur setið í turnin-
um veturinn 1317—1318 eins og annállinn segir og greitt
hefur verið fyrir hann lausnargjald, er freistandi að geta
þess til, að samband sé milli þess og garðsölu Hauks. En til
hennar geta þó að sjálfsögðu legið aðrar ástæður, sem nú
eru ókunnar.
En þessar tilgátur um samskipti Hauks og Gizurar galla
1308 og á árunum 1317—1319 fá stoð úr annarri átt. Kona
Gizurar, sem hann kvæntist 1313, var, eins og Jón Jóhannes-
son bendir á, bróðurdóttir konu Erlends Ólafssonar, en hann
var faðir Hauks. En einkum ber að athuga, að kona Hauks,
Steinunn, og Gizur galli voru bræðrabörn.3 Haukur hefur
því haft ástæðu til að liðsinna Gizuri það hann mátti.
1 Sbr. frásögn Hákonar sögu Hákonarsonar um „ridara einn skotzk-
an er sig leysti vt fyrir .ccc. brenndra," Codex Frisianus 187i, 477.
2 Sbr. Nokkur blöð úr Hauksbók 1865, ix-x.
3 Síurlunga saga II 1946, 18. ættskrá. Steinunn er kona Hauks, þeg-
ar hann skrifar Landnámu sína, sennilega 1306-1308, Landnámabók
1900, 43. Haukur nefnir ekki Gizur galla í ættartölum i Landnámabók
sinni, en t. d. herra Kristófórus frænda sinn tvívegis, Landnámabók 1900,
88, 116. Þetta getur bent til þess, að Landnáma hans sé skrifuð áður en
Gizur galli verður hirðmaður 1309. Einkum hefur Haukur haft litla
ástæðu til að halda á loft tengdum við Gizur árin 1306-1308, sjá hér að
framan, en einmitt þau ár telur Stefán Karlsson Hauksbók skrifaða,
sjá 4.0.