Studia Islandica - 01.06.1967, Side 115
113
tengdar sögur svipaðar þeim um Esjuberg. Til samanburðar
má nefna, að Magnús Már Lárusson hefur bent á, að dýrkun
Magnúsar Eyjajarls hafi einkum verið bundin við Vestur-
og Norðurland.1
Vegna áhrifa kirkjunnar er þá eðlilegt, að myndin Ko-
lumba hafi unnið á. Þessar niðurstöður byggja á Landnáma-
bók. En ekki er ljóst, hvernig Rím I og Staðarhólsbók koma
heim við þessa skýringu. Ef hún fær staðizt, mætti ætla, að
þessi rit væru af Vesturlandi.2
10.2. Að lokum skal litið á eitt nafn í Kjalnesinga sögu.
Höfundur sögunnar notar nokkrar aðferðir til þess að
afla sér mannanafna. Hann tekur nöfn úr Landnámu, sjá
3.1. Hann notar enn fremur nöfn eins og örn, Rauður,
Jökull, sem eru þekkt í sögum. Hann býr til nöfn með því
að gera hliðstæður. Þannig er Andríður maður, en kona
hans er Þuríður. Arngrímur og Þorgrímur eru bræður, móð-
ir þeirra er Þómý og að hofi Þórs standa þeir feðgar Þor-
grímur og Þorsteinn, sjá 5.4. Jóhannes Halldórsson bendir
á, „að höfundur hafi dregið nöfn sögupersóna af bæjamöfn-
um án frekari vitneskju.“ 3 I’annig eru til komnir Þrándur
á Þrándarstöðum, Eilifur í Eilífsdal, Hækingur í Hækings-
dal, Tindur á Tindsstöðum, Kolli í Kollafirði, Þormóður í
Þormóðsdal, Skeggi á Skeggjastöðum, Korpúlfur á Korpúlfs-
stöðum og Esja á Esjubergi. Á sama hátt hefur höfundur
sótt nafn Andríðs í Andríðsey, enda ekki hægt um vik að
ná því úr nafni bæjar hans, Rrautarholti.
Skammt frá öxnaskarði, nú Hellisskarði, þar sem Kol-
finnur eða Kolfiðr fellur, er Kolviðarhóll.4 1 einu handriti
1 Magnús Már IArusson 1960-63, 503.
2 Fyrsti eigandi Staðarhólsbókar, sem vitað er um, var Hólmfríður
Erlendsdóttir í Stóradal undir Eyjafjöllum, um 1500. Hún er talin sjö-
undi maður frá Erlendi Ólafssyni lögmanni, sem er manna líklegastur
til að hafa átt Grágás og Járnsíðu. Það er því hugsanlegt, að bókin sé frá
honum komin, en hann var á Vesturlandi, sjá 4.0., StaSarhólsbók 1936,
7-8. Um ætt Hólmfríðar Erlendsdóttur sjá Diplomatarium Islandicum
III 1896, 495.
3 Kjalnesinga saga 1959, xiv.
4 Kjalnesinga saga 1959, 38 nm.
ö