Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 116
114
sögunnar er reyndar ritað Kolviðr.1 Fram úr Esju gengur
fell, sem heitir Búi, og þar efst uppi er skúti, sem nefndur
er Búahellir.2 1 hlíð Þverfells norðan Hellisskarðs er steinn,
sem nefndur er Búasteinn.3 Það kann því að vera, að Kol-
finnur og Búi séu til komnir á sama hátt og t. d. Esja og
Andríður. Þó liggur ekki beint við, að fá Kolfinn úr Kolvið-
arhóli, jafnvel þótt myndin Kolfiðr sé lögð til grundvallar.
Það má telja víst, að Andríðsey, sem liggur fyrir Kjalar-
nesi hafi heitið svo um 1300, þegar nafn Andríðs er sótt í
eyjuna. Ef gert er ráð fyrir, að eyjan hafi heitið svo þegar
á landnámsöld og sé skírð eftir manni en ekki einhverju
öðru, má gera tilraun til að skýra nafnið Andríður. Þrjár
skýringartilraunir hafa komið fram. E. H. Lind nefnir tvo
möguleika: „Andriðr,“ „ar antagl. uppdiktad. Ár namnet
nordiskt, sá skulle det kunna fattas sásom en sidoform till
EindriSr. AnSriSr skrives aven DN I 151 34 (1325), men det
ar vál blott skrivfel.“ 4 Hermann Pálsson álítur, að nafnið
merki andstæðingur.5 Skoðun E. H. Linds, að nafnið sé til-
búningur, er ekki sennileg vegna ömefnisins. Það er heldur
ekki sennilegt, að þetta sé önnur mynd nafnsins Eindriðr,
enda er sú mynd aðeins til í Noregi og kemur fyrst fram um
1300.6 Myndin Anðriðr, sem kemur fyrir í norska fombréfa-
safninu, er greinileg ritvilla, því að þetta er Eindriði Símon-
arson lögmaður og er hann víða nefndur.7 Fyrri skýringar-
tilraun E. H. Linds og skýringartilraun Hermanns Pálsson-
ar gera ráð fyrir að þetta sé samsett nafn. Nafnliðimir eru
báðir þekktir annars staðar frá, sbr. Andhrímnir, Andvari,
Atríðr, Fráríðr. En það er athyglisvert, að þetta em nöfn á
emi og dverg og tvö Óðinsheiti.8
1 Kjalnesinga saga 1959, 9 nm.
2 Kjalnesinga saga 1959, 14 nm.
3 Kjalnesinga saga 1959, 38 nm.
4 E. H. Lind 1905-1915, 28-29.
5 Hermann Pálsson 1960(a), 51.
6 E. H. Lind 1905-1915, 222.
7 Diplomaíarium Norvegicum I 1849, 151 og registur.
8 E. H. Lind 1905-1915, 26, 29, 855.