Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 7 II. Til að tengja lesendur andrúmslofti þessara ára og viðfangsefninu birtist hér í heild leiðari Morgunblaðsins, Hneykslið í Stokkhólmi, frá þriðjudeginum 19. febrúar 1974: „Magnús Kjartansson [þingmaður Alþýðubandalagsins, iðnaðarráðherra og fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans] var sjálfum sér og þjóð sinni til skammar á fundi Norðurlanda- ráðs í Stokkhólmi í fyrradag. Líklega er ekkert fordæmi fyrir svo lágkúrulegri og rakalausri árás íslenzks ráðherra á vinaþjóðir á erlendum vettvangi og líklega hefur það aldrei gerzt áður að íslenzkur forsætis ráðherra neyðist til að standa upp á fjölþjóðlegum fundi og mótmæla ummælum samráðherra síns eins og Ólafur Jóhannesson [Framsóknarflokki] gerði í Stokkhólmi á sunnudaginn var. Í ræðu þeirri sem Magnús Kjartansson flutti í Stokkhólmi hélt hann því í fyrsta lagi fram, að orðsending sú, sem ríkisstjórn Lars Korvalds í Noregi sendi íslenzku ríkisstjórn- inni í septembermánuði s.l. væri afskiptasemi af íslenzkum innanríkismálum. Og í öðru lagi, að heimsókn nokkurra norskra stjórn- málamanna til Íslands í byrjun febrúar til þátttöku í ráðstefnu á vegum frjálsra félagasamtaka hér í borg um öryggismál Íslands og Noregs væri einnig afskiptasemi af íslenzkum innanríkismálum. Þessi ummæli Magnúsar Kjartanssonar urðu til þess að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra gekk í ræðustólinn og lýsti því yfir, að hann liti ekki á orðsendingu Korvald-stjórnarinnar í Noregi sem afskipti af íslenzkum innan- ríkismálum. Forsætisráðherra sagði: „Ég tel að utanríkis- og varnarmál séu utan við starf Norðurlandaráðs, en ég biðst fyrst og fremst undan því að hér í Norðurlandaráði verði farið að ræða íslenzk innanríkismál – hvað bréfinu viðvíkur sem við fengum á sínum tíma frá norsku ríkisstjórninni, þá leit ég ekki á það sem nein afskipti af íslenzkum málefnum og það mun að sjálfsögðu ekki hafa úrslitaáhrif á afgreiðslu okkar á því máli.“ Ummæli iðnaðarráðherra vöktu að vonum svo mikla hneykslun og reiði meðal norrænna stjórnmálamanna, að Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, sá sér ekki annað fært en að mótmæla þeim á Norður- landaráðsfundinum og K. B. Andersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi Magnús Kjartansson einnig harkalega fyrir þessa ræðu og sagði: Leiðari Morgunblaðsins, Hneykslið í Stokkhólmi, þriðjudaginn 19. febrúar 1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.