Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 7
II.
Til að tengja lesendur andrúmslofti þessara
ára og viðfangsefninu birtist hér í heild leiðari
Morgunblaðsins, Hneykslið í Stokkhólmi, frá
þriðjudeginum 19. febrúar 1974:
„Magnús Kjartansson [þingmaður
Alþýðubandalagsins, iðnaðarráðherra og
fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans] var sjálfum sér og
þjóð sinni til skammar á fundi Norðurlanda-
ráðs í Stokkhólmi í fyrradag. Líklega er
ekkert fordæmi fyrir svo lágkúrulegri og
rakalausri árás íslenzks ráðherra á
vinaþjóðir á erlendum vettvangi og líklega
hefur það aldrei gerzt áður að íslenzkur
forsætis ráðherra neyðist til að standa
upp á fjölþjóðlegum fundi og mótmæla
ummælum samráðherra síns eins og Ólafur
Jóhannesson [Framsóknarflokki] gerði í
Stokkhólmi á sunnudaginn var.
Í ræðu þeirri sem Magnús Kjartansson flutti
í Stokkhólmi hélt hann því í fyrsta lagi fram,
að orðsending sú, sem ríkisstjórn Lars
Korvalds í Noregi sendi íslenzku ríkisstjórn-
inni í septembermánuði s.l. væri afskiptasemi
af íslenzkum innanríkismálum. Og í öðru
lagi, að heimsókn nokkurra norskra stjórn-
málamanna til Íslands í byrjun febrúar
til þátttöku í ráðstefnu á vegum frjálsra
félagasamtaka hér í borg um öryggismál
Íslands og Noregs væri einnig afskiptasemi af
íslenzkum innanríkismálum. Þessi ummæli
Magnúsar Kjartanssonar urðu til þess að
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra gekk
í ræðustólinn og lýsti því yfir, að hann liti
ekki á orðsendingu Korvald-stjórnarinnar
í Noregi sem afskipti af íslenzkum innan-
ríkismálum. Forsætisráðherra sagði: „Ég
tel að utanríkis- og varnarmál séu utan við
starf Norðurlandaráðs, en ég biðst fyrst og
fremst undan því að hér í Norðurlandaráði
verði farið að ræða íslenzk innanríkismál
– hvað bréfinu viðvíkur sem við fengum á
sínum tíma frá norsku ríkisstjórninni, þá leit
ég ekki á það sem nein afskipti af íslenzkum
málefnum og það mun að sjálfsögðu ekki
hafa úrslitaáhrif á afgreiðslu okkar á því máli.“
Ummæli iðnaðarráðherra vöktu að vonum
svo mikla hneykslun og reiði meðal
norrænna stjórnmálamanna, að Trygve
Bratteli, forsætisráðherra Noregs, sá sér ekki
annað fært en að mótmæla þeim á Norður-
landaráðsfundinum og K. B. Andersen,
fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur,
gagnrýndi Magnús Kjartansson einnig
harkalega fyrir þessa ræðu og sagði:
Leiðari Morgunblaðsins,
Hneykslið í Stokkhólmi,
þriðjudaginn 19. febrúar 1974.