Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 54
52 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Í því sambandi skal áréttað að samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar fer Alþingi með löggjafar- valdið. Slík ákvæði eru ekki gluggaskraut og standa ekki í stjórnarskrá til þess eins að veita lýðræðislega ásýnd. Ef ástæða er til að ætla að valdhafar virði í reynd ekki leikreglur lýðræðisins þá ber kjósendum öllum að hreyfa athugasemdum og mótmælum, ef ekki á illa að fara. Í því samhengi er einfaldast að beina sjónum að því hvort þeir sem í raun setja landsmönnum lög og reglur hafi lýðræðislegt umboð til þeirra starfa og svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í aldanna rás - og enn í dag - hafa menn reynt fyrir sér með annars konar stjórnar- fyrirkomulag, þar sem stjórn landsins er afhent tiltekinni ætt, stétt, klíku, fámennum hópi eða auðmönnum.8 Allar þessar tegundir stjórnarfars þekkjum við Íslendingar, sumar af eigin reynslu, en aðrar af vondri afspurn. Sagan sýnir að þótt slíkt stjórnarfar geti haldið velli um lengri eða skemmri tíma veitir það almenningi enga tryggingu gagnvart mismunun, misnotkun valds og afnámi réttinda. Umræðan um O3 leiddi í ljós bága stöðu íslensks lýðræðis, sem kristallaðist í því að heyra þingmenn lýsa áhrifaleysi Alþingis gagnvart ESB sem í samhengi EES heimilar engar undanþágur. Fjölbreyttar leiðir voru farnar til að beina athygli frá lýðræðishallanum, sem í tilviki Íslands er algjör í samanburði við Bretland, þar sem meirihluti kjósenda hefur þó knúið í gegn útgöngu úr ESB. Rætt var um tæknileg atriði fremur en heildarsamhengið, settar voru fram óraunhæfar hugmyndir um að heimatilbúnir fyrirvarar9 eða ákvæði eldri þjóðréttarsamninga10 gætu komið íslenska ríkinu að haldi gagnvart grunnreglum Evrópu réttar, ráðist var að mönnum með skoðanahroka og yfirlæti að vopni, eða með sýndarrökum þess efnis að tilfinningar eigi stjórna umræðu fremur en rökhugsun, nánar tiltekið vegna þess að ábendingar um varðstöðuhlutverk Alþingis gagnvart ESB í samhengi EES væru „móðgandi“ fyrir þing- menn.11 Aldarfjórðungur í farþegahlutverki Ef umræða um móðgun ætti eitthvert erindi í þá umræðu sem fara þarf fram um stöðu lýðveldisins og íslensks lýðræðis nú á tímum væri það mögulega út frá áhrifaleysi íslenskra kjósenda. Íslendingar standa frammi fyrir þeirri staðreynd að allar reglur EES eiga uppruna sinn hjá ESB. Stofnanir ESB setja reglurnar án aðkomu Íslands eða annarra EFTA ríkja. Íslendingar áttu því enga aðild að samningu reglna O3. Þeir sem það gerðu unnu ekki í umboði íslenskra kjósenda og við þekkjum engin deili á þeim. Lýðræðisleg ábyrgð þeirra er engin og umræður þeirra um málið fóru fram bakvið luktar dyr. Að ferlinu loknu voru gerðirnar sendar fullbúnar til samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni. Í viðtali RÚV við sérfræðing í Evrópurétti sl. sumar kom fram að Ísland hefði aldrei í 25 ára sögu EES samningsins hafnað upptöku lög- gjafar. Ástæðan að mati sérfræðingsins var sú að afleiðingin væri bæði „lagaleg og pólitísk óvissa“.12 Í þessari stuttu grein sem hér birtist skal látið liggja milli hluta að hve miklu leyti þessi fullyrðing sérfræðingsins byggir á pólitísku mati fremur en lögfræðilegu. Frammi fyrir þessu skal þó áréttað að EES samningurinn geymir skýr ákvæði um neitunar vald. Alþekkt er að stofnanir ESB rökstyðja forgang ESB réttar með skírskotun til þess að samninga skuli halda.13 Ekkert hefur komið fram um hvers vegna Íslendingar ættu ekki að njóta réttar samkvæmt þessari ævagömlu meginreglu samningaréttar. Sú staðreynd að smáþjóðin Ísland hafi aldrei þorað að láta reyna á samningsbundnar heimildir sínar til hagsmunagæslu er vart merki um „jafnræði“ svonefnds „Tveggja stoða kerfis“ EFTA og ESB í EES samningnum. Aldarfjórðungsreynsla bendir til að jafnræðið sé fremur í orði en á borði. Lögbundin stjórn og skuldbindingar ráðamanna á þeim grunni ættu að vega þyngra á metunum en pólitískt fát og ótti við hið óþekkta. Eða hvar væri mannkynið statt ef ótti við „óvissuna“ hefði ávallt ráðið för?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.