Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 47

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 47
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 45 Í stuttu máli eru þrjár stærstu útflutnings- greinarnar í umtalsverðum vandræðum um þessar mundir, greinarnar sem skapa mestu verðmætin fyrir íslenska hagkerfið. Sjávar- útvegurinn er líklegastur til að taka við sér þegar horfa fer til betri vegar, áliðnaðurinn þarf áfram að glíma við óumhverfisvæna offramleiðslu frá Kína og það er óvíst hvernig ferðaþjónustan kemst frá þessari stöðu til skemmri tíma. Til lengri tíma verður ferða- þjónusta þó áfram burðargrein hér á landi, ef rétt er haldið á spilunum. *** Ástandið nú jafnast í raun á við hörmungar. Einhverjum kann að þykja það heldur stór orð, miðað við ástandið víða í heiminum þar sem fólk upplifir hörmungar daglega, svo sem í Sýrlandi eða í Eflingarríkinu Venesúela. Nú er það vissulega svo að í hinum vestræna heimi er enginn farinn að tína mat upp úr ruslatunnum, en þegar gerð er tilraun til að slökkva á hagkerfum heimsins líkt og nú hefur verið gert verða afleiðingarnar slæmar – bæði til skemmri og lengri tíma. Þegar Fjölnir ritar þessi orð hefur farsóttin orðið rúmlega 100 þúsund manns að bana. Einhverjir hafa talað um stríðsástand í þessu samhengi. Sú samlíking er ekki alveg úr lausu lofti gripin. Staðan sem nú er komin upp krefst innri samstöðu þjóða, viðbrögð ríkisvaldsins miða að því að bjarga því sem hægt er að bjarga, það reynir á innri stoðir flestra ríkja og þannig mætti áfram telja. Ríkisstjórnir margra landa hafa, af illri nauðsyn, gripið til þess ráðs að hvetja fólk til að vera sem mest heima, sett á samkomubann, ferðatakmarkanir og í sumum ríkjum hefur verið sett á útgöngu- bann. Allt hefur þetta töluverð áhrif. Einkaneysla minnkar, framleiðsla dregst saman, ferða- lögum fækkar og þannig mætti lengi áfram telja. Störfum fækkar, kaupmáttur rýrnar sem síðan hefur enn neikvæðari áhrif á einka- neyslu – og hringrásin heldur áfram. Atvinnu- missir í ástandi þar sem lítið er um laus störf er erfiður öllum þeim sem í honum lenda. Þá eru ótalin áhrifin sem þetta mun hafa á heilsufar fólks. Það er ekki síður mikilvægt en efnahagurinn. Fyrir utan bein áhrif, sem fela í sér veikindi og dauða, má ætla að álagið sem nú hefur skapast á heilbrigðiskerfið muni einhvers staðar einhvern tímann koma niður á því og skjólstæðingum þess – almenningi. Læknatímum og minni aðgerðum hefur verið frestað um óákveðinn tíma, með tilheyrandi óþægindum og mögulegri fjarveru frá vinnu, en aðeins er búið að fresta vandanum. Með öðrum orðum, álagið bíður. Jafnvel þó svo að okkur takist að hefta útbreiðslu veirunnar innan fárra mánaða mun álagið á heilbrigðis- kerfið vara lengur. *** En hvernig á að bregðast við þessu? Einhverjir hafa nýtt tækifærið nú til að skipu- leggja útför hins frjálsa markaðshagkerfis, kapítalismans. Það skýrist meðal annars af því hvernig ríki heims hafa brugðist við og þá sérstaklega í efnahagslegu tilliti. Fjölni hefur þó þótt það undarlegt að sjá vinstri- menn úti um allan heim fagna einhvers konar sigri. En kannski þarf sviðna jörð af brotnum hagkerfum eftir farsótt fyrir vinstrimenn til að upplifa einhvers konar sigur sinnar hug- myndafræði. Fjölni hefur þó þótt það undarlegt að sjá vinstrimenn úti um allan heim fagna einhvers konar sigri. En kannski þarf sviðna jörð af brotnum hagkerfum eftir farsótt fyrir vinstrimenn til að upplifa einhvers konar sigur sinnar hugmyndafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.