Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 39
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 37 Breytingar á hlutverki Samkeppniseftirlitsins Það verður ekki hjá því komist að spyrja Þórdísi Kolbrúnu um stöðu Samkeppnis- eftirlitsins, sem hefur á undanförnum árum hlotið mikla gagnrýni fyrir óbilgirni í garð fyrirtækja, seinagang í afgreiðslu mála, undar- legar ályktanir og fleira í þeim dúr. Stofnunin heyrir undir ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar en er sjálfstæð stofnun samkvæmt lögum og EES-samningnum. Það er við hæfi að spyrja hvort henni finnist fyrrnefnd gagnrýni réttmæt og í framhaldinu, hvort það sé hlutverk hennar sem ráðherra að verja stofnunina eða atvinnulífið og einstaklingana sem hana gagnrýna? „Það er að hluta til eðli Samkeppniseftirlitsins að vera óvinsælt hjá stærstu og sterkustu fyrirtækjunum í landinu. Ég hef auðvitað fundið mikið fyrir þessari gagnrýni og átt í samskiptum bæði við atvinnulífið sem og Samkeppniseftirlitið. Ég hef alveg verið óhrædd við að koma þeirri gagnrýni til hvors aðila um sig,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég er fyrst og fremst talsmaður þess að hér ríki öflug samkeppni sem sé neytendum til hagsbóta, útgangspunkturinn á að vera staða neytenda en ekki fjöldi fyrirtækja á tilteknum markaði, þótt það fari oftast saman. Ég er búin að leggja fram frumvarp til laga þar sem gerðar eru töluverðar breytingar á reglu- verkinu, breytingar sem ég tel til góðs, að auki skilvirkni og atvinnulífið hefur fagnað. Þar er ég vissulega að taka undir sjónarmið atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitið var ekki að öllu leyti sátt við þær tillögur sem þar koma fram. Stundum hefur mér þó fundist snúið að taka þátt í þessari umræðu, því að Samkeppniseftirlitið er mjög sjálfstætt og ráðherra stígur ekki inn í einstök mál. Mörg þessara mála eru mjög huglæg og mats- kennd, þetta er ekki bara hrein lögfræði heldur líka hagfræði og nýjar skilgreiningar í breyttum heimi þar sem landamæri hverfa og svo framvegis svo að lagaumgjörðin getur ekki tekið á öllum þáttum. Ég myndi vilja aukna og þroskaða umræðu um sam- keppnismál og af hverju við erum með samkeppniseftirlit. Ég er þó þeirrar skoðunar að Samkeppniseftirlitið geti unnið betur með atvinnulífinu og þá sérstaklega sinnt leiðbeiningarhlutverki sínu í auknum mæli. Ég hef reynt að beita mér fyrir hvoru tveggja.“ En er eðlilegt að menn forðist að óska eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu og þess heldur að gagnrýna það af ótta við einhvers konar hefndir? „Það er vont ef rétt er. Þannig viljum við að sjálfsögðu ekki hafa það og það sama mætti segja um hvaða ríkisstofnun sem er,“ segir Þórdís Kolbrún. „Það er mín pólitíska sýn að við eigum að nýta betur þá krafta sem verða til í svo kölluðum PPP-verkefnum, með samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Með fleiri samstarfsverkefnum hins opinbera og atvinnu lífsins náum við fram auknum kröftum einkageirans til að keyra mál áfram og ég held að allir njóti góðs af því, hvort sem það er í samgönguverkefnum, í nýsköpun í atvinnulífi, innan háskólasamfélagsins eða annars staðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.