Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 9 Nú ríkir ekkert þegjandi eða annars konar bann við því að ræða öryggis- og varnarmál frekar en önnur málefni á vettvangi Norður- landaráðs. Mikilvægur áfangi á þeirri braut var útgáfa Stoltenberg-skýrslunnar svonefndu 9. febrúar 2009. Höfundur hennar var Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, og samdi hann skýrsluna í umboði utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar gerði hann 13 tillögur um nánara norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Síðar sama ár var norrænt hermálasamstarf skipulagsbundið undir heitinu NORDEFCO, Nordic Defence Cooperation. Stofnsamkomu- lag samstarfsins var undirritað í nóvember 2009. NORDEFCO er samstarfsvettvangur en ekki sameiginleg herstjórn. Samstarfsverkefni eru ákvörðuð hverju sinni innan ramma samkomulagsins en framkvæmd verkefnanna er á hendi hvers ríkis fyrir sig. Mikilvægt skref til aukins samráðs ríkjanna á hermálasviðinu var enn stigið fyrir nokkrum mánuðum þegar komið var upp „öruggu fjarskiptakerfi“ milli stjórnvalda landanna. Norrænt samstarf í utanríkis- og öryggis- málum hefur þróast stig af stigi. Á þeim tíma sem ofangreindur leiðari var skrifaður datt þó örugglega engum í hug að tæpri hálfri öld síðar ættu öll Norðurlandaríkin, hvert um sig, náið samstarf við Bandaríkjastjórn í varnar- málum. Þrjú ríkjanna eru í NATO en Svíar og Finnar eru áfram utan hernaðarbandalaga með samstarfssamning við NATO og tvíhliða samninga um varnarmál við Bandaríkjamenn. Finnar héldu úti öflugum herafla og treystu alhliða varnarmátt sinn áfram þrátt fyrir hrun Sovétríkjanna. Svíar skáru hins vegar herafla sinn niður og lögðu af það sem þeir kalla „totalförsvar“, allsherjar varnir. Leggja þeir nú ríka áherslu á að endurreisa hvort tveggja fyrir utan að hafa stofnað til náins varnarmála samstarfs við Finna. Á tíma leiðarans hefði þetta verið óhugsandi vegna andstöðu Sovétmanna. IV. Á vettvangi Norðurlandaráðs greinir menn eðlilega á um varnarmál eins og önnur mál en atburður eins og sá sem varð í Stokkhólmi 17. febrúar 1974 gerist ekki við núverandi aðstæður. Að fjargviðrast á þingi Norður- landaráðs yfir því þótt ein norræn ríkisstjórn segi annarri skoðun sína í varnarmálum var og er stórundarlegt, eða eins og Ingólfur Jónsson á Hellu, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, komst að orði í umræðum um hneykslið í Stokkhólmi á fundi alþingis 18. febrúar 1974: „Árás á Ísland er einnig árás á Norðurlöndin, og árás á Norðurlöndin er einnig árás á Ísland. Þess vegna er eðlilegt, að það sé nokkur samstaða á milli frænda okkar Norðmanna og Íslendinga. Orðsending sú, sem íslenska ríkisstj. fékk frá norsku ríkisstj. á s.l. hausti, hefur verið gerð hér að umtals- efni. Þessi orðsending hefur ekki verið birt. Og það hefur verið sagt, að með þessum orðsendingaskiptum hafi Norðmenn jafnvel Ingólfur Jónsson (f. 1909-d.1984) var alþingismaður Rangæinga og síðar Suðurlands 1942-1978 fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann var viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra 1953–1956 og landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra 1959–1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.