Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 83
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 81 Kenning um að réttlæti sé eins og samkomu- lag skynsamra og hagsýnna jafningja sem gæta aðeins að eign hag getur líklega ekki skýrt skyldur okkar við komandi kynslóðir. Mikilsmetnir siðfræðingar hafa einnig rökstutt að forsendur líkar þeim sem Rawls gefur sér dugi skammt til að skýra muninn á réttlæti og ranglæti í samskiptum við aðra en jafningja. Þarna fer Martha Nussbaum fremst í flokki, en hún rökstyður að réttlæti taki til víðara sviðs en rúmast innan hugtakaramma Rawls og ræðir meðal annars um réttlæti og ranglæti í samskiptum okkar við dýr, sem auðvitað geta ekki átt aðild að samkomulagi af því tagi sem Rawls ímyndaði sér að menn hlytu að ná ef þeir kæmu saman undir fávísis- feldi (Nussbaum, 2006). Sjálfum þykir mér trúlegt að margir helstu annmarkarnir á kenningu Rawls séu sameiginlegir allri siðfræði sem reynir að leiða rétt og rangt af sannindum um hags- muni sem eru óháðir siðferðilegum gildum. Þræðir lífsins mynda þéttari flóka en svo að hægt sé að greiða sundur staðreyndir og gildi og skýra réttlæti sem afleiðingu af sannindum um hagsmuni sem ekki fela í sér neitt gildis- mat. Sumir mikilvægustu hagsmunir okkar eru siðferðilegir. Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Til þess að þrífast almenni lega þurfum við líka ást og virðingu, frelsi og jöfnuð, og ekkert af þessu er til utan við heim siðferðilegra gilda. Hér er ekki rúm til að skýra þetta svo vel sé. Ég læt því duga að nefna sem dæmi að eins og Kristján Kristjánsson (1996) hefur rökstutt með sannfærandi hætti verður frelsi ekki skilgreint nema nefna ábyrgð og réttmæti. Frelsi eins manns er ekki skert nema aðrir beri siðferðilega ábyrgð á hindrun sem hann verður fyrir: Björg geta verið farartálmar en þau skerða ekki frelsi okkar þótt þau liggi vítt og breitt af náttúrulegum ástæðum – en ef ég ber ábyrgð á að lagður sé stein í götu annars manns, svo hann komist ekki leiðar sinnar, þá skerði ég frelsi hans. Ef grunur minn er réttur hefur stór hluti af þeirri rökræðu um stjórnspeki sem Forrester segir frá í bók sinni mótast af tilraun Rawls til að gera hið ómögulega, nefnilega að skilgreina réttlæti án vísunar í siðferðileg gildi. Bókin heitir Í skugga réttlætisins (In the Shadow of Justice) því að mati höfundar hefur öll sú umræða sem frá segir farið fram í skugganum af kenningu Rawls. Forrester gerir samt ekki lítið úr þessari kenningu – viðurkennir að hún sé með helstu stórvirkjum í heimspeki seinni tíma – en gefur samt í skyn að nú sé tímabært að færa sig úr skugganum og sjá réttlætið í nýju ljósi. Höfundur er heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rit Atli Harðarson. (2015). Alþjóðleg mannréttindi. Skírnir, 189(2), 444–473. Forrester, Katarina. (2019). In the Shadow of Justice: Postwar Liberalism and the Remaking of Political Philosophy. Princeton, NJ: Princeton University Press. Kristján Kristjánsson. (1996). Social Freedom: The Responsi- bility View. Cambridge: Cambridge University Press. Nozick, Robert. (1974). Anarchy, State, and Utopia. New York, NY: Basic Books. Nussbaum, Martha C. (2006). Frontiers of Justice: Disability, Nationality, Species Membership (The Tanner Lectures on Human Values). Cambridge, MA: Belknap Press. Rawls, John. (1971). A Theory of Justice. Cambridge, MA: The Belknap Press. Williams, Bernard. (1982). Moral Luck. Cambridge: Cambridge University Press. Williams, Bernard. (2015). Essays and Reviews: 1959–2002. Princeton, NJ: Princeton University Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.