Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL Vor 2020
Siglufjörður var fámennt og afskipt þorp í
upphafi. Og það er einmitt kjarni málsins.
Byggðin var afskekkt, sem hvort í senn gerir
söguna áhugaverða og spennandi, enda
mikið um viðburðaríkar og dramatískar sögur
af svæðinu – ekki allar með farsælan endi.
Það var síðan í upphafi 20. aldar sem Norð-
menn komu með bæði þekkingu og efnivið
til að gera bæinn að höfuðstað síldarveiða og
í kjölfarið hófst fyrsta stóriðjan á Íslandi eins
og Egill kemst að orði. Farið er vel yfir upp-
byggingu Norðmanna á síldarverksmiðjum í
bænum – og reyndar hinum megin í firðinum
undir Staðarhólsfjalli. Sú verksmiðja sem
þar var reist fór síðar undir snjóflóð ásamt
nærliggjandi bæjum. Síðar tóku Íslendingar
síldveiðar og -vinnslu í sínar eigin hendur.
Þessu fylgdi að sjálfsögðu mikil aðsókn
aðkomufólks og í kjölfarið fór Siglufjörður að
fá á sig stimpil sem hálfgert syndabæli, bær
sem lýst var sem skítugum og illa þefjandi.
Skemmtanalífið í bænum var töluvert eins og
gefur að skilja, margar knæpur og skemmti-
staðir sem seldu áfengi, þrátt fyrir að um
tíma hafi ríkt áfengisbann hér á landi. Um
leið var því haldið fram Siglufjörður væri að
öllum líkindum stærsti hjónabandsmarkaður
Íslands, bærinn fullur af ungu fólki þar sem
stelpur að vestan og strákar að austan gátu
ruglað saman reytum. Öllu þessu eru gerð
góð skil í þáttunum.
Þá kemur einnig fram að það ríkja ákveðnar
mýtur um ljóma síldarævintýranna. Vissulega
sóttust konur eftir því að vinna í síld og unnu
sína erfiðisvinnu með bros á vör, eins og
Anita Elefsen safnstjóri rifjar upp í þáttunum.
En vinnan var erfið og aðbúnaður lélegur,
jafnvel þótt miðað sé við þann tíma og það
sem þá þekktist. Þarna átti sér stað hörð
verkalýðsbarátta og baráttan við kapítalið,
síldarspekúlanta og útgerðarmenn, tók á
sig ýmsar myndir. Deilt var um það hvort
arðurinn hefði orðið eftir á Siglufirði eða ekki,
en þættirnir svara sjálfir þeirri spurningu.
Arðurinn varð eftir í öflugri uppbyggingu
bæjarins og er að hluta til enn. Þá er einnig
fjallað með áhugaverðum hætti um marga þá
einstaklinga sem settu svip sinn á bæinn, svo
sem séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld (og
stjórnmálamanninum sem var allt í öllu á helsta
uppgangstíma bæjarins við upphaf 20. aldar
og á heiðurinn að skipulagi Siglu fjarðar),
Egill Helgason er góður sögumaður. Hann kann að draga fram allt í senn áhugaverða, skondna og mikilvæga þætti í bland
við alvarleikann sem fylgir lífsbaráttunni á svo afskekktum stað sem Siglufjörður er. (Skjáskot af vef RÚV)