Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 94
92 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Ásamt bollaleggingum póstmódernista vörðuðu þau leiðina inn á braut menningar- relatívisma og skiptingu samfélagsins á grundvelli kyns, uppruna og húðlitar í hópa „forréttindafólks“ og „fórnarlamba“. Misjöfn skipting slíkra hópa á mismunandi sviðum samfélagsins hlyti að vera sönnun um „kerfis- læga mismunun“, sem væri viðfangsefni hins opinbera að uppræta með „kvótum“ og öðrum íþyngjandi aðgerðum. Mannréttindi, sem eftirstríðsárin höfðu hugsað sem endur- reisn frjálslyndrar samfélagsgerðar, urðu þess í stað að trúarbrögðum sem beitt var gegn grunnstoðum þeirrar samfélagsgerðar sem var í sífellt ríkari mæli fórnað á altari kross ferðarinnar gegn „fordómum“ í þágu „róttæku menningarbyltingarinnar“ og baráttunnar fyrir „fullkomnu jafnrétti“. Hið hálfopna samfélag þjóðríkisins, sem auðveldaði samvinnu og samheldni þvert á fjölskyldu- og ættartengsl og lagði grunninn að fjármögnun félagslega öryggisnetsins og annarra sameiginlegra verkefna, þurfti að víkja fyrir nýju samfélagi byggðu á ótakmörkuðu sjálfsforræði einstaklingsins og sameiginlegri aðild að mannkyninu einum saman. En nýja samfélagsmódelið er rík uppspretta þversagna; það grefur undan félagsauðnum og torveldar þannig fjármögnun samneyslunnar og þess vaxandi kostnaðar sem fellur til við að reyna að mæta afleiðingum sívaxandi fjölbreytileika og halda uppi röð og reglu í samfélagi þar sem félagslegt traust fer dvínandi. Í blindri trú á að menning skipti ekki máli hefur það búið til aragrúa lokaðra samfélaga ólíkra menningarheima, sem gefa gildum þess langt nef þó að þau nýti sér þau í eigin tilgangi. Samfélagsumskiptin hafa þannig falið í sér ákveðið ferðalag í gegnum stækkunarglerið. Það þarf því ekki að koma á óvart að vaxandi átök og óreiða einkenni þau Evrópuríki sem lengst eru komin á þessari leið, þó að samfélagið allt virðist raunar fast í eins konar pyrrhónískri tilraun til að forðast að horfast í augu við þá staðreynd. Einstaklings- og fjölmenningarsamfélagið býr þannig við þá stöðugu hættu að fíllinn sveigi óvænt af leið og taki stefnuna lóðbeint á postulínsverslunina – það er að ríkjandi kreddur rekist á raunveruleikann. Til að afstýra því skapast sívaxandi þrýstingur á að hið frjálslynda samfélag láti enn frekar undan. Þannig predikar nýi heimurinn sjálfsforræði einstaklingsins en setur í raun þrúgandi takmarkanir á skoðana- og tjáningar frelsi hans. En það er einmitt ótvíræður réttur einstaklingsins að kjósa eitt umfram annað: fisk umfram kjöt; epli frekar en appelsínur; dægurtónlist frekar en klassík; og þar fram eftir götunum. Það er líka réttur hvers og eins að líka eða mislíka við hinn, þennan, alla eða alls engan, eftir atvikum; að þykja betra að vinna með konum en körlum, eða öfugt, af þeim ástæðum, sem aðeins hver og einn þekkir eða þá af engri sérstakri ástæðu – „af því bara“. Það heitir að beita dómgreind sinni. Það er eðli frelsisins, óaðskiljanlegur hluti af lífi hugans og raunar undirstaða sjálfrar siðmenningarinnar. Við fyrstu sýn gæti virst sem samfélagsmódelin tvö nálgist einfaldlega einstaklingsfrelsið á ólíkan hátt. En við nánari skoðun er það firra, því frjálslynda samfélagið leyfir meirihlutanum að skipuleggja samfélagið á þann hátt sem samræmist menningu hans og hefðum, jafnframt því sem það veitir einstaklingnum frelsi til að hafa þá skoðun á því þjóðskipulagi sem honum sýnist og tjá hana án óeðlilegra takmarkana. Eins og Anthony Kennedy, þá dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, komst að orði í áliti meirihlutans í málinu Texas g. Johnson, þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að það að brenna þjóðfánann félli undir tjáningarfrelsisvernd stjórnarskrárinnar, er það „grundvallaratriði að fáninn verndar þá sem hafa á honum fyrirlitningu“. Einstaklings- og fjölmenningarsamfélagið þolir hins vegar ekki óhefta tjáningu einstaklingsins og með óraunhæfri áherslu sinni á „jákvætt frelsi“ fellir það meirihlutann undir ægivald minni- hlutans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.