Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 33
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 31
Töluverður munur frá fyrri tíð
Nú þegar skattþrepin eru þó aftur orðin þrjú
er hægt að bera saman muninn á því hvernig
þrepin snerta launahópa með ólíkum hætti.
Sá sem hefur í dag 500 þús. kr. í mánaðarlaun
greiðir nú rétt rúmlega sex þúsund krónum
minna á mánuði í tekjuskatt en hann gerði í
fyrra, eða um 72 þús. kr. á ári.
Háskattastefna fyrrnefndrar vinstristjórnar
náði hámarki árið 2012 þegar tekjuskattur í
1. þrepi var 37,34% en skattur í 2. þrepi 40,24%.
Sá sem hafði 500 þús. kr. í tekjur á mánuði
árið 2012 greiddi þá meira í neðra þrep
hátekjuskatts en hann gerði í fyrsta skattþrepi.
Alls greiddi hann um 136 þús. kr. í tekjuskatt
og útsvar að frádregnum persónuafslætti. Þá
var skattprósentan hærri og viðmiðin á milli
þrepa mun lægri en þau eru í dag.
Ein leið til að bera tekjuskattskerfið frá 2012
saman við kerfið í dag er að uppreikna 500
þús. kr. laun á verðlagi dagsins í dag, sem
gerir þá um 612 þús. kr. Ef við uppreiknum
um leið viðmiðin í fyrsta skattþrepi eins og
það var í tíð vinstristjórnarinnar ásamt
persónu afslætti3 myndi viðkomandi greiða í
dag um 166 þús. kr. í tekjuskatt og útsvar að
frádregnum persónuafslætti.4
Miðað við tekjuskattskerfið eins og það er
byggt upp nú greiðir viðkomandi um 150
þús. kr., eða tæpum 16 þús. kr. minna. Það
gera tæplega 190 þús. kr. á ári. Í þessu liggur
munurinn á skattastefnu Sjálfstæðisflokksins
annars vegar og vinstriflokkanna hins vegar.
Þetta einfalda dæmi segir að sjálfsögðu ekki
alla söguna. Hærra framlag í séreignarsparnað
hefur áhrif á skattgreiðslu ásamt öðrum þáttum.
Tilgangurinn með þessu einfalda dæmi er
eingöngu sá að sýna enn og aftur hvernig
skattahækkanir vinstrimanna eru líklegar til
að falla frekar á millitekjuhópa en aðra.
Það má gera ráð fyrir að þrepaskipt skattkerfi
sé því miður búið að festa sig í sessi hér á
landi. En fyrst svo er skiptir töluverðu máli
hvernig skattþrepin eru afmörkuð og flokkuð
eftir tekjuhópum. Það er bót í máli að
núverandi skattkerfi hlífi þeim sem teljast til
millitekjuhópa.
Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.
2Miðað við útreikninga þar sem einstaklingur greiðir 4% í
lífeyrissjóð og 2% í séreignarsparnað.
3Persónuafsláttur fylgir ekki verðlagi, hér er hann aðeins
uppreiknaður frá árinu 2012 eins og aðrar tölur í dæminu.
4Miðað er við 2% greiðslu í séreignarsparnað.
Miðað við tekjuskattskerfið eins og það er byggt upp nú greiðir
viðkomandi um 150 þús. kr., eða tæpum 16 þús. kr. minna. Það gera
tæplega 190 þús. kr. á ári. Í þessu liggur munurinn á skattastefnu
Sjálfstæðisflokksins annars vegar og vinstriflokkanna hins vegar.