Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 17
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 15 Hornsteinarnir fimm eru: Hugarfar, mannauður, fjármagn, umgjörð og markaðsaðgengi. Undir hverjum hornsteini voru sett fram markmið um stöðuna árið 2030 og fjölmargar hugmyndir um aðgerðir. Leiðarljósin 10 snúast um þá nálgun sem stýrihópurinn mælir með að stjórnvöld hafi á nýsköpun sem málaflokk, og þau má sjá í dálki sem fylgir með greininni. Von okkar er að með þessu móti sé mögulegt að leggja grundvöll að ákvarðanatöku í málaflokknum sem nokkuð góð pólitísk sátt geti ríkt um til langs tíma og þannig verði hægt að tryggja sæmilega stöðuga undirstöðu í málaflokki sem er í eðli sínu síbreytilegur. Síðan stefnan var kynnt hefur verið unnið að kynningu á innihaldi hennar auk þess sem nú þegar hafa verið tekin til framkvæmda ýmis atriði sem lagt var upp með í stefnunni og aðrar ákvarðanir sem tengjast málaflokknum hafa tekið mið af þeim grundvallaratriðum sem þar eru tilgreind. Allt of snemmt er að leggja mat á árangur af stefnumótunar- vinnunni eða þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið á grundvelli hennar. Það er hins vegar eðlilegt að velta stöðugt fyrir sér hvernig áherslurnar í stefnumótunarvinnunni passa við það sem þykir best vera gert í heiminum. Í bókinni Boulevard of Broken Dreams (Breiðstræti brostinna vona) fjallar Josh Lerner, prófessor við Harvard-háskóla og einn virtasti sérfræðingur heims um málefni nýsköpunar, um margvíslegar tilraunir stjórnvalda víða um heim til þess að efla nýsköpunar umhverfi. Stærsti lærdómur bókarinnar felst í því að gera sér grein fyrir því að þótt til séu fræg dæmi um vel útfærðan stuðning við nýsköpun hefur stærstur hluti slíkra tilrauna í gegnum tíðina skilað litlum eða engum árangri; raunar er ekki óalgengt að íhlutun hins opinbera í nýsköpunar- umhverfið reynist á endanum vera beinlínis skaðlegt. Þegar stýrihópur um mótun nýsköpunar- stefnu fór af stað með vinnu sína haustið 2018 var sérstök áhersla á að hafa hugfastar þær villigötur sem slík stefnu mótun getur ratað í og reyna með öllum mætti að forðast þær. Einkum og sér í lagi var lögð áhersla á að stefnumótunin færi ekki offari í útbelgdu sjálfstrausti um hver þróun atvinnulífs yrði í framtíðinni, heldur að einblína á leiðir til þess að skapa hugviti og framkvæmdagleði skapandi einstaklinga frjósaman farveg til framkvæmda. Í þessu yfirliti eru skoðaðar tólf þumalfingurs- reglur sem Lerner setur fram í síðasta kafla bókar sinnar um hvað þurfi að hafa í huga til þess að auka líkur á því að opinber inngrip í nýsköpunarumhverfið skili árangri. Vert er að hafa í huga að auðmýkt gagnvart viðfangsefninu er mikilvæg; alls kyns atriði sem engin leið er að hafa stjórn á geta ráðið úrslitum um árangur. Hér gildir það, eins og á skurðstofum, að mikilvægara er að „sjúklingurinn“ nái bata en að „aðgerðin heppnist“. Stjórnvöld sem gera allt sem hægt er af algjörri skynsemi geta nefnilega ekki verið algjörlega örugg um að árangur náist, og stjórnvöld sem enga áherslu leggja á nýsköpunarumhverfið geta dottið í lukku- pottinn og fylgst aðgerðalaus með blómlegu umhverfi sprota- og nýsköpunarstarfs verða til án síns atbeina. Eins og í svo mörgum öðrum flóknum viðfangsefnum getur verið mjög erfitt að tryggja að góður árangur náist. Ofan á þessar flækjur bætist sú staðreynd að mótun og þroski góðs nýsköpunarumhverfis tekur langan tíma; og því gildir oftast nær að þeir stjórnmálamenn sem fyrstir kveikja eldana þurfi að sætta sig við að fylgjast með öðrum njóta þeirra, jafnvel pólitískum and- stæðingum sínum. En það er auðvitað algjört smáatriði í samhengi hlutanna. Í þessari grein skoðum við þumalfingurs- reglur Lerners og fjöllum stuttlega um hverja og eina og reynum að leggja mat á það hvort nýsköpunarstefnan sé í samræmi við þær ráðleggingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.